Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 321
313
þessarar athafnar og innihald, aó ógleymdum athugasemdum um starfs-
aðferðir við fermingarundirbúning, kennsluhætti, ef svo má að orói
komast. Æskilegur fermingaraldur er og til umræðu, og eru skoóan-
ir skiptar um þann hlut sem aóra. Telja sumir ástæðu til að lækka
fermingaraldur niður i tólf ár. Aðrir vilja taka börn til ferming-
ar 16 ára. Þriðji hópurinn álitur, að i þessu efni skuli allt vera
sem var.
Meóal Svia og Þjóðverja eru uppi róttækar hugmyndir um ferm-
ingarmál. Til eru guófræðingar, sem veitast hart aó fermingu og
fermingarundirbúningi i hefóbundinni mynd. 1 stað þeirrar beinu
boóunar, sem i þessum athöfnum felst, komi að dómi umræddra aóila
mismunandi tilboð til æskufólks, ábendingar um lifsviðhorf og lifn-
aðarhætti, er oróið geti hinum unga til aðstoðar viö að velja ein-
hverja þá siglingaleið, er honum henti milli skers og báru.
Markmið þeirrar þjónustu, sem kirkjan veitir unglingum á ferm-
ingaraldri, er samkvæmt þessum hugmyndum fólgið i liðveislu við
einstakling, sem á örðugu æviskeiði stendur andspænis fjölda per-
sónulegra vandamála, er krefjast skilgreiningar og síóan úrlausnar.
Sem dæmi um þessi efni er bent á árekstra við foreldra og samfélag,
kynferðismál, starfsval, tómstundaleiða, neysluvenjur, ofurvald
fjölmióla o.fl., o.fl.
Augljóst er, að handan slikra viðhorfa er að finna nokkra þá
kirkjufræói, hugmynd um hlutverk kirkjunnar, sem nýstárleg gæti
talist. Kirkjuleg fræðsla er skoóuð i samhengi vió alhlióa endur-
nýjun kirkjunnar, er taki mið af þróun og þörfum samfélagsins i
heild.
Annað afbrigói þessara skoóana og e.t.v. hógvært andóf gegn
þeim er að finna meðal þeirra, sem telja að markmió fermingarundir-
búnings sé það að aðstoóa börnin vió að leita að þvi öryggi og
andlegri fótfestu, sem hverjum manni telst nauðsynleg og þar með
i leit þeirra aó sjálfum sér. Kirkjan skal meó öðrum oróum rétta
börnum hjálparhönd til lausnar þeirri "samsemdarkreppu" (identi-
tetskrise), sem hlutaóeigandi guðfræðingar telja eitt helsta mein
samtióarinnar.
Enn aðrir ganga litlu lengra á sömu braut og krefjast þess,
aó fermingarundirbúningurinn geri börnum kleift aó taka sjálf-
stæóa afstöðu til kristinnar trúar, játast Kristi og ganga honum
á hönd, - eða hafna honum að fullu.