Gerðir kirkjuþings - 1980, Blaðsíða 243
235
festar skuldbindingar. Sú milljón, sem staðurinn fékk í meólag
með lögunum frá 1963, samsvarar 60 milljónum nú, ef mióaó er við
byggingavisitölu. Upphaflega fjárveitingin var, eins og lögin
benda til, miðuð vió, að biskup og kirkjuráð gætu staðið fyrir
framkvæmdum i Skálholti, áframhaldandi uppbyggingu og starfrækslu.
Auk þess að sjálfsögóu nauðsynlegu viðhaldi mannvirkja. Þetta
hefur farió á annan veg og einkum hefur sigió á ógæfuhlið siðasta
áratuginn. A þvi fjárlagafrumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram
á Alþingi, er staónum ætlaóar 10 milljónir kr. Það er að visu
hækkun frá þvi i fyrra og skal það ekki vanmetió, en sú hækkun
hrekkur skammt til þess aó jafna metin eða bæta þann órétt, sem
Skálholt hefur orðið að sæta.
Bót er það i máli, að Skálholtsskóli nýtur nú fjárstuónings
frá rikinu, sem fullnægir öllum rekstrarþörfum hans. En framhald
á nauósynlegum byggingaframkvæmdum hefur ekki getaó oróið, og
skuldir, sem stofna varó til vegna þeirra húsakynna, sem upp eru
komin, hafa hvilt þungt á. Fjárskortur hefur valdið þvi, að skóla-
húsnæóió, sem tekið var i notkun fyrir 7 árum og hefur sannarlega
verió nýtt til hlitar, bæði vetur og sumar, var aldrei fullgert.
Nú er á fjárlagafrv. ársins nokkur upphæð til stofnkostnaóar vió
skólann, 40 millj. Með þeim fjármunum verður unnt aó bæta úr
brýnustu þörfum að þvi er varóar hinn ófullgeróa húsakost, en
viðbótarbygging sú, þ.e. heimavistarhúsnæóið, sem skólahúsið er
að öðru leyti mióað við, verður enn að biða. En mikilvægt er aó
hafa fengió þennan stofnkostnaóarlið inn i frumvarpió og þar með
væntanlega i fjárlög næsta árs. Þá eru ekki likur á öóru en aó
framhald verói, þótt hægar verói visast í sakirnar farið en æski-
legt væri. Þess er aó gæta, aó kirkjunni ber aó leggja fram 5
hluta aó stofnkostnaói við skólann. Svo er kveðió á i lögum og
var þaó i sjálfu sér gott og nauósynlegt, þvi kirkjan á þessa
stofnun og þaó skal bæði hún og aðrir viðurkenna i verki. Nokkra
fjárhæó á skólinn á vöxtum erlendis, þaó er söfnunar- og gjafafé,
sem vinir skólans i Noregi og Sviþjóó hafa aflaó, sumpart fyrir
atbeina embættisbræðra minna, sem efndu til samskota i kirkjum
biskupsdæma sinna skólanum til styrktar, en mestan part fyrir at-
fylgi hins mikla velgerðarmanns og vinar íslands, Haralds Hope.