STARA - 14.11.2015, Page 4

STARA - 14.11.2015, Page 4
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 4 VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM Jóna Hlíf Halldórsdóttir Formaður SÍM Jú, það er möguleiki að sækja um styrk úr Myndlistarsjóði. Kannski fær maður listamannalaun í sex mánuði, eða vinnur samkeppni um listaverk í opinberu rými styrkt af Listskreytingasjóði. Sé maður duglegur og vinni vel, endar maður kannski á að fá boð um einka- sýningu í Listasafni Íslands. Því allt telur, og jafnvel er hægt að bera þá örlitlu von í brjósti að geta borgað húsaleigu, skólagöngu og mat á borðið fyrir börnin. Eftir vel heppnaða einkasýningu í opinberu listasafni rennur svo upp blákaldur veruleikinn, það sitja ekki allir við sama borð. Allir fá greitt; safnstjóri, safnafulltrúi, sýning- arstjóri, ræstitæknir, tæknimenn og svo mætti lengi telja – nema listamaðurinn. Þar að auki hefur Myndlistarsjóður verið skertur um 33%, þ.e. úr 52 milljónum króna, á núvirði, í 35 milljónir. Listskreytinga- sjóður er tómur hvað varðar styrki fyrir eldri byggingar. Ekkert virkt eftirlit er með því hvort farið sé að lögum, að verja skuli að minnsta kosti 1% af heildarbyggingar- kostnaði opinberrar nýbyggingar til listaverka, í byggingunni sjálfri og umhverfi hennar. Listamannalaun eru undir lágmarkstekjum og hefur fjöldi mánaðarlauna staðið í stað síðan 2012. Skilningur stjórnvalda er ekki nægur; það vantar innsýn í störf okkar myndlistarmanna, og því þarf Að loknu sex ára listnámi á háskólastigi tekur við stutt veruleikasjokk á meðan maður spyr sig hvernig eigi að lifa á þessu fagi. Svo hugsar maður sinn gang og fer yfir stöðuna. Ljósmy nd Jú l ía Runól f sdót t ir

x

STARA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.