STARA - 14.11.2015, Side 21

STARA - 14.11.2015, Side 21
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 21 Áhrifavaldar? Ég er undir áhrifum frá ólíkum áttum; fræðum, sögu, arkitektúr og myndlist. Á undanförnum árum hef ég lært af viðfangsefnum og aðferðum myndlistarmanna og kennara minna, þeirra Sam Durant, sem vinnur oft á tíðum með minnis- merki og mótmæli í sínum verkum, og Charles Gaines, en ég vann fyrir hann eftir útskrift úr masters- náminu. Charles kryfur í verkum sínum pólitíska sögu. Ég vann náið með þeim í mastersverkefninu mínu og úr því ferli spruttu aðferðir sem ég hef þróað áfram. Þessi listi gæti orðið langur, en ef ég hugsa út í það eru þar nöfn eins og sagnfræðingur- inn Norman Klein, sem skrifaði The History of Forgetting og Edward Said sem m.a. skrifaði bókina Orientalism. Ég hef unnið með Önnu Líndal og Hildigunni Birgis- dóttur að samstarfsverkefnum og horfi oft til verka myndlistarmanna, arkitekta og fræðimanna á borð við Berglindi Jónu Hlynsdóttur, Rachel Whiteread, Gerhard Richter, Mary Kelly, Mona Hatoum, Maja Baje- vic, Noam Chomsky, W.G Sebald, Patricia Fernandez, Candice Breitz, David Chipperfield, Denise Scott Brown og Robert Venturi. Hvar færðu innblástur? Innblásturinn kemur úr ólíkum átt- um. Ég hef m.a. skoðað byggingar sem á einhverjum tímapunkti í sögu sinni verða birtingarmyndir þeirrar hugmyndafræði sem mótar þær. Til dæmis fyrrum heimili Walter Gro- pius, þáverandi skólastjóra Bauhaus í Dessau, sem var byggt á árunum 1925 og ´26 og var á þeim tíma ein birtingarmynd módernismans. Eftir seinni heimsstyrjöldina var húsið í rúst eftir sprengjuárás. Um miðjan sjötta áratuginn byggði maður að nafni Emmer hús á lóðinni, og notaðist við það sem eftir var af húsi Gropius. Úr varð sambræð- ingur; ofur venjulegt og kunnuglegt úthverfahús með hallandi þaki og hraunuðum veggjum í bland við þætti úr hinu einfalda, tæra og stranga húsi Gropius. Ég vann verkefni út frá þessu og stundaði rannsóknir í grunni hússins eftir að Emmer húsið var rifið, og við Bau- haus stofnunina í Berlín. Að horfa á staðinn þar sem ólík tímabil skarast er stór hluti af vinnunni minni. Hvaða verkefni eru framundan hjá þér? Það er fjölbreytt tímabil framundan. Ég er að vinna að nokkrum útgáfum og sýningum um þessar mundir ásamt rannsóknarverkefninu Infinite Next. Sýningarnar verða á næsta ári, m.a. hjá Stiftelsen Pro Artibus í Finnlandi, í Human Re- sources galleríinu í Los Angeles og í St. Paul St. galleríinu í Auckland á Nýja Sjálandi. Ég ver haustinu í ár í residensíum við undirbúning og rannsóknarvinnu fyrir komandi sýningar. Í þeim mun ég fjalla um tímann og spurningar um hvernig breytingar eiga sér stað, hvað knýr þær áfram og hvernig og hvort vatna- skil verði á tímabilum í sögunni. Infinite Next er áframhaldandi listrannsóknarverkefni sem hófst í fyrra að frumkvæði okkar Önnu Líndal en í því verkefni skoðum við loftslagsbreytingar út frá sögulegu, sálfræðilegu og pólitísku sjónar- horni. Við vörðum sumrinu 2015 á Grænlandi þar sem við vorum í residensíu í Ilulissat Kunstmuseum og tókum þátt í Climate Days, alþjóðlegri vísindaráðstefnu um loftslagsbreytingar. Þar héldum við fyrirlestur um rannsóknaraðferðir okkar og ræddum um myndlist sem leið til þess að kanna breytingar í umhverfinu. Verkefnið mun halda áfram og næsta vor verðum við með samsýningu út frá efninu í Nýló, ásamt Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Hildigunni Birgis- dóttur, Amy Howden-Chapman og Pilvi Takala. Ég var að taka sæti á Evrópska Menningarþinginu, European Cultural Parliament, sem er samtalsvettvangur lista- og fræðimanna úr ólíkum greinum frá öllum löndum Evrópu. Á þinginu, sem var að ljúka var aðalviðfangs- efnið “crisis” og var m.a. rætt um hvert hlutverk menningarinnar og praktisjónera, er í því að takast á við samfélagskrísur á borð við aðstæður flóttamanna. Þráar úst / D es ire Ruin úr inns e t n ingunni Hlut i a f h lut a a f h lut a : Þætt i r I - I I I , L i s t as af n ASÍ , 2013 , l j ósmynd Vig f ús Bi rg i ss on .

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.