Són - 01.01.2011, Blaðsíða 28

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 28
28 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON þá þessi lokun en ekki sér hljóðinn sjálfur. Sá sem upphaflega setti fram þessa kenningu var Karl Moritz Rapp. Rapp heldur því fram að fyrir framan alla sérhljóða í framstöðu sé raddglufulokun (Rapp 1836:53). Af því er svo dregin sú ályktun að skáldin skynji raddglufulokunina sem nokkurs konar samhljóða og láti sérhljóðana þess vegna stuðla hvern við annan. Fjölmargir fræðimenn hafa aðhyllst þessa skoðun. Til að skýra þá þverstæðu að sérhljóðarnir skuli mynda einn jafngild- isflokk, meðan aðalreglan er sú að hver samhljóði stuðlar aðeins við sjálfan sig, hafa menn hallast að því að það sé raddglufulokunin sem myndi þennan jafngildisflokk (Sievers 1893:362; sjá auk þess t.d. Heusler 1925:95 og Pipping 1903:1 o.áfr.). Margir hafa líka orðið til þess að gagnrýna þessa kenningu. Fyrstur til þess var Axel Kock (1889–1894). Gagnrýni Kocks á raddglufu lok un arkenningu Rapps gekk annars vegar út á það að ekki væri sannað að þessi raddglufulokun hefði yfirleitt verið til í tungumálinu á þeim tíma sem um ræðir. Einnig benti hann á að þó svo að þessi raddglufulokun hefði fundist í tungunni, væri ólíklegt að hún hefði getað haft afgerandi áhrif á jafngildisflokka í stuðluðum kveðskap.3 Kock benti á að hljóðið, sem um ræðir, er svo veigalítið í venjulegu tali að til að heyra það þurfi þjálfað eyra. Ekki séu því neinar líkur á því að skáldin og áheyrendur þeirra hefðu skynjað það sem ljóðstafi (Kock 1889–94:113). Í framhaldinu setti Kock svo fram sína eigin skýringu á sérhljóðastuðluninni (sjá Ragnar Inga Aðal- steinsson 2010:139 o.áfr.). Aðrir hafa eftir það gagnrýnt kenningu Rapps. Jiriczek (1896) ritaði gagnrýni um bók Kocks og var honum sammála um að kenning Rapps um raddglufulokunina stæðist alls ekki og væri gagnslaus til skýringar á sérhljóðastuðluninni (Jiriczek 1896:547–548).4 Fleiri hafa gagnrýnt kenninguna um raddglufulokunina. Má þar nefna Albert Classen sem í bók sinni, sem út kom 1913, tekur undir athugasemdir Jiriczeks og Kocks og bendir auk þess á að engin merki finnast nokkurs staðar í rituðum textum, hvorki í elstu handritum né síðar, um neitt tákn í stafrófinu sem hefði það hlutverk að sýna þessa lokun sem þó var ætlað að skilgreina jafngildisflokk. Afar ólíkegt sé að 2 Sievers skipti þó síðar um skoðun á þessu, sjá Sievers 1901:§ 386. 3 Suzuki (1996:309–310) komst að sömu niðurstöðu. 4 Jiriczek gat hins vegar ekki heldur fellt sig við skýringu Kocks á sérhljóðastuðlun og setti því í þessum ritdómi fram þriðju kenninguna um þetta mál (sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:142).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.