Són - 01.01.2011, Blaðsíða 120
120 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
Hér stendur C fyrir consonant (samhljóð) og V fyrir vowel (sérhljóð).
Undirstrikað er hverju sinni það sem tekur þátt í ríminu, fyrri
samhljóðinn, sérhljóðinn eða seinni samhljóðinn. Hér á eftir verður
hver þáttur skoðaður sérstaklega, rímið útskýrt og sýnd dæmi úr ís -
lenskum kveðskap.
1. CVC Það sem hér er á ferðinni er auðvitað það sem við köllum
stuðlun rétt eins og segir í enska textanum; alliteration. Stuðlasetning er
í rauninni rím, sbr. orðið stavrim sem notað er á Norðurlöndunum og
þýska orðið Stabreim. Oftast er stuðlunin aðeins á einum samhljóða en
þegar um gnýstuðla er að ræða fara tveir samhljóðar ætíð saman:
Hausa, fletja, slíta slóg,
sleddu hvetja, ausa sjó,
fast að setja, fíra kló,
fella net og splæsa tó.
(Örn Arnarson 1942:158)
Í fyrri helmingi vísunnar er það klasinn sl sem myndar stuðlunina en
í seinni helmingnum er það aðeins f-ið sem tekur þátt í stuðluninni.
Rétt er að benda á að auðvitað geta þessir framstöðuklasar verið ólíkir
að því leyti að stundum fylgja fleiri samhljóð en þau sem mynda
stuðlunina, sjá hér á eftir:
Fagnað magnar fríð á hlíð
frjó og gróin jörðin;
gagn og hagnað býður blíð,
bjó þar róleg hjörðin.
(Sveinbjörn Beinteinsson 1953:2)
Framstöðuklasarnir sem stuðla eru f – fr – frj annars vegar og b – bl
– bj hins vegar. Það sem stuðlar er í þessum tilvikum aðeins fyrsta
hljóðið, þ.e. f og b. Það sem á eftir kemur er valfrjálst. Eina undan-
tekning frá þessu eru gnýstuðlarnir: sk – sl – sm - sn – sp – st.
2. CVC Þetta hefur verið kallað hálfrím á íslensku (Jakob Benedikts-
son kallar þetta hálfrím b, sjá hér að framan), líka kallað sérhljóðarím.
Þetta rím var mikið notað í danskvæðum á miðöldum, sbr. þessa vísu
úr Tristanskvæði: