Són - 01.01.2011, Blaðsíða 85
85RÍMNAMÁL
um útgefandanna: „Vera kann að meíra sé hæft í þessu enn skyldi. Enn
þegar höfundurinn segir, að vísur Íslendínga séu öldúngis andalausar,
þá hefir hann líklega haft í huga sumt af kvæðunum í Skírni, eða þá
eínhvurjar rímur.“24
Árið eftir, 1836, birtir Fjölnir greinina „Úr brjefi af Austfjörðum“ þar
sem höfundur þess, Ólafur Indriðason, ritar um andlegt líf Íslendinga:25
Hinum andlega smekk er að sínu leíti líkt varið og hinum líkam-
lega, og þegar hann venst til lángframa því sem er íllt, þá aflagast
hann so, „að hinn frjálsi smekkur firirgirðist og froðan tekur að
þikja góð“. Að þessu sje orðið sona varið hjá helzt til mörgum
löndum okkar, sjáum við á því, hvurnig þeir taka allt nærri því
með sömu þökkum. Rímnabagl vesælla leírskálda, t.a.m. Sig-
urðar „Breíðfjorðs“ … – þetta er keípt eíns ljúflega, og miklu meír
tíðkað, enn Paradísar-missir og Messía-ljóð …
Það er alveg ljóst að Jónas Hallgrímsson í sínum fræga rímnadómi
í Fjölni árið 1837 setur sig ekki upp á móti rímum sem kveðskapargrein.
Það vill nefnilega gleymast að hann segir:26 „Eins og rímur (á Íslandi)
eru kveðn ar, og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar
þjóðinni til minnkunar…“ Orðalagið „eins og rímur eru kveðnar …“
segir eingöngu til um að rímur séu á listrænum og fagurfræðilegum
villigöt um. Síðar í ritdómnum skrifar Jónas eftirfarandi og sannar að
honum er efst í huga að laga rímnagerð landsmanna að nýjum smekk
og listrænum reglum:27
Það er ekkert vit í því að rímnaskáldin eigi að vera bundin við
söguna. Þau eiga miklu fremur, þegar þörf gjörist, að breyta
henni á marga vegu, búa til viðburði sjálfir og skapa hið innra líf
þeirra manna, er sagan nefnir, til að koma sem bestri skipun á
efnið og geta síðan leitt það í ljós í fagurlegri og algjörðri mynd,
ella verða rímurnar tómar rímur en aldrei neitt listaverk.
Það er einmitt eftirtektarvert að einmitt sama eða líkt orðalag er haft
um sálmana. Í mjög jákvæðum dómi um Sálmabók frá 1886 segir í
24 Loðvík Kristján Müller (1835:37).
25 [Ólafur Indriðason] (1836:42).
26 Jónas Hallgrímsson (1989 I:356).
27 Jónas Hallgrímsson (1989 I:360).