Són - 01.01.2011, Blaðsíða 29

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 29
29FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . . þetta hljóð hafi ekki haft neitt sérstakt tákn í fornu ritmáli ef það ætti að geta greint á milli jafngildisflokka (Classen 1913:15).5 En raddglufulokunarkenningin hefur samt orðið æði lífseig. Árið 1948 ritar Louis L. Hammerich grein þar sem hann heldur því fram að raddglufu lokunin, sem hann telur geta skýrt sérhljóðastuðlunina, tengist barkakýlis-/raddglufu-hljóði (laryngeal phoneme) sem var til í indó-evrópsku og bendir á að slíkt hljóð sé að finna í grísku (Ham- merich 1948:32-33)6 og Donka Minkova (2003) tekur einnig eindregna afstöðu með þeim sem aðhyllast kenninguna um raddglufulokun til að skýra sérhljóðastuðlunina (Minkova 2003:145 o.áfr., 160 o.áfr. o.v., sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:138–9).7 Og deilurnar halda áfram. Kristján Árnason (2000) bendir á það sem áður kom fram hjá Classen og vitnað var til hér að framan og telur að ef öll framstöðusérhljóð hefðu byrjað á þessari lokun, þ.e. ef hér hefði verið um að ræða sjálfstætt málhljóð, þá hlytu að finnast ein- hver merki um það í stafrófinu. Kristján bendir á að hvorki Ólafur Þórðarson hvítaskáld né Fyrsti málfræðingurinn minnast einu orði á fyrirbærið í ritum sínum.8 Kristján vitnar einnig til finnsku Kale- valakvæðanna þar sem sérhljóðastuðlun er beitt á sama hátt og í forngermönskum kveðskap, þ.e. allir sérhljóðar mynda einn jafngild- isflokk, án þess að merki séu um þessa raddglufu lokun í finnsku og sérhljóðar mynda einnig einn jafngildisflokk í fornírskum kveðskap án þess að staðfest hafi verið að þar hafi raddglufulokun verið til staðar.9 Kristján vekur einnig athygli á því að í íslenskum samtímakveðskap 5 Roman Jakobson (1963) ritaði grein sem hann kallaði On the so-called vowel alliteration in Germanic verse. Þar tekur hann undir sjónarmið Classens. Hann vitnar einnig í Kock og tekur undir efasemdir hans um tilveru nefndrar raddglufulokunar í frum - germönsku (Jakobson 1963:88). 6 Nú nýlega hefur Roger Lass (Lass 1995:143) tekið undir þessa skoðun Hammerichs. Svipað sjónarmið kemur fram í grein eftir Helmuth Scharfe árið 1972 (Scharfe 1972:157). Á það skal bent í þessu sambandi að málfræðingar eru nú yfirleitt þeirrar skoðunar að barkakýlis-/raddglufuhljóðin (laryngeal phonemes) í indó-evrópsku hafi verið önghljóð (sjá Lindeman 1987:112–113 og Mayrhofer 1986:121–3). 7 Einnig má nefna að einn af þeim sem hafa stutt kenninguna um raddglufulokun í stuðlun með sérhljóðum er Jerzy Kuryłowicz (1970). 8 Aage Kabell, sem gagnrýnir kenninguna á svipuðum forsendum og aðrir, bendir á að umrædd raddglufulokun hafi ekki skilið eftir sig nein spor í rúnaskriftinni (Kabell 1978:16–17). 9 Um sérhljóðastuðlun í finnsku má auk þess lesa t.d. í Kiparsky (1968:139, sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:33) og í bókinni Early Irish metrics eftir Gerard Murphy (Murphy 1961:36–37) er gerð grein fyrir sérhljóðastuðlun í fornírsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.