Són - 01.01.2011, Blaðsíða 103
103RÍMNAMÁL
urinn einn ræður ekki því að Matthías kallar hann rímu. Þar er nefni-
lega að finna það sem Matthías lofaði í upphafi að gera ekki. Þar eru
kenningar, heiti og annað góss rímna auk þess sem um hreina frásögn
er að ræða án þess að höfundur troði sér að. Raunar fékk Matthías
nokkrar ákúrur hjá ritdómara Ísafoldar fyrir það að á stundum eru á
ljóðunum „miður vandaður rímna-frágangur“ sem þó að mati hans sé
óhætt að fyrirgefa.75
Guðrún Ósvífsdóttir
Árið 1892 kom út söguljóðið Guðrún Ósvífsdóttir eftir Brynjólf frá
Minna-Núpi. Ritið fékk misjafna dóma en Þorsteinn Erlingsson tók
því vel í ritdómi í Sunnanfara 1892, en eitt hefði að hans mati mátt betur
fara. „…oss hefði þótt stórum vænna um bók hans ef þar hefði verið:
„Rímur af Guðrúnu Ósvífrsdóttur“, og er oss þó hlýtt til kversins.“
Þorsteinn var yfirlýstur rímnavinur og Brynjólfur er af þeim skálda -
skóla sem Þorsteini líkar. Hann skrifar áfram: „Frásögn hans [Bryn-
jólfs] er blátt áfram, látlaus og reigingslaus að öllu leyti. Hún er
al íslenzk og henni haldið innan þeirra takmarka sem fornskáld vor,
sagnameistarar og rímnaskáld hafa fylgt.“ Hér á Þorsteinn líkast til við
að Brynjólfur rekur þessa sögu eins og hún er sögð í Laxdælu og kemur
lítt við sögu sjálfur í skáldlegum tilþrifum. Og Þorsteinn heldur áfram
og nú kemur í ljós að honum hugnar ekki alls kostar hverja stefnu bók-
menntirnar hafa tekið. „Það sést á öllu að höfundurinn hefir ekki kært
sig baun um að vera „nýmóðins“, og því sniðið verk sitt öldungis eins
og gert er í beztu rímunum; en úr því nú aungu ber á milli nema
bragar háttunum, hversvegna hafði hann það þá ekki rímur?“
Og hér reifar Þorsteinn hugmynd sem verður að staldra við: „Þó
efnismeðferð og bragarhættir geti verið með ýmsu móti í söguljóðum,
þá er þó í rauninni rétt að kalla svo öll ljóð, sem ort eru út af sögum
hvaða bragur sem á þeim er og hvernig sem með efnið er farið. Í þeim
skilningi eru rímur vorar söguljóð allar saman, aungu síður en Örvar-
oddsdrápa, Friðþjófskvæði eða Hómer.“ Hér leggur Þorsteinn í raun -
inni til að við skiptum um hugtak og köllum söguljóð almennt rímur.
Þetta allt verður Þorsteini tilefni til að ræða um rímur almennt og þá
fordóma sem þær máttu þola. Hann ritar: „Það er ekki ólíklegt að
ýmsir menn hristi höfuðið yfir því að maður, sem þykist vera mentaður
maður og líklega skáld, skuli ekki skammast sín fyrir það, að ætlast til
75 Bókmenntir (1897:353).