Són - 01.01.2011, Blaðsíða 18
18 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
frá 12. öld). Sérnöfn eru hér áberandi, einkum í eldri dæmunum.
Sérkenni þessara lína, segir Kuhn, er að einungis þar geta langir
nafnorðsstofnar skipað fjórðu bragstöðuna.27
Nú síðast hefur Klaus Myrvoll gert athugun á þessari sömu gerð
dróttkvæðra lína með þríkvæðu lokaorði.28 Í dæmasafni hans kemur
hún fyrir um 100 sinnum29 Hann staðfestir að hér sé mikið um sérnöfn
og geti þau verið hvort heldur lang- eða stuttstofna. Samnöfnin hafi
hins vegar verið stuttstofna í byrjun, með svo fáum undantekningum
(aðeins þremur fram til 1100: þreskeldi – skjaldborgu – manndáða)
að þau hljóti að teljast brot gegn bragreglum. En undantekningunum
hafi fjölgað á 12. öld, og þá ekki einungis í samsettum orðum (jarðríki
– meinlæti – várkunnir – réttlæti) heldur einnig viðskeyttum eða
afleiddum: Þrymlinga – hyggjandi.
Þetta er það sem ég tók fyrir að skoða nánar. Til þess bjó ég mér til
úrtak, 100 braglínur með hrynjandi dróttkvæðs háttar30 sem allar enda
á þríkvæðu orði. Til þess að forðast umdeilanlega leshætti valdi ég
línurnar fyrst eftir dróttkvæðaútgáfu Kochs,31 en hún hefur þann kost
að Koch var í uppreisn gegn Finni Jónssyni og því líklegur til að víkja
frá vafasömustu lesháttum Finns. Línurnar bar ég svo saman við
gagna grunn Skaldic Poetry Project, sem byggir á útgáfu Finns og þó með
leiðréttingum,32 og staðfesti að þar enduðu þær á sama þríkvæða
orðinu. (Þar sem á milli ber um aðra leshætti fylgi ég Skaldic Poetry
Project.)
Til þess að ná hæfilega samstæðu safni byrjaði ég fyrst á kveðskap
27 „… die einzige Form, in der im vierten Glied eines Dróttkvætt-Verses ein langer
Nominalstamm geduldet wurde“ (bls. 178).
28 Myrvoll, bls. 152–153. Vegna þess hvernig hann skiptir umfjöllun sinni, fyrst eftir
a- og b-línum, síðan eftir línugerðum og þá orðflokkum, fjallar hann hér einungis
um b-línur sem hann telur til E-gerðar og hafa nafnorð í fjórðu stöðu, en þar undir
falla langflest dæmin um þríkvæð lokaorð línu.
29 97 sinnum ef samhljóða lína í fleiri en einni vísu er aðeins talin einu sinni. Myrvoll
heldur sig við sama tímabil og Kuhn, þ.e. kveðskap sem Finnur Jónsson telur eldri
en 1200, skoðar aðeins verk 18 helstu nafngreindra skálda en reynir að greina og
flokka hverja einustu línu sem þeim er eignuð – alls rúm sjö þúsund braglína.
30 Langflestar eru einfaldlega dróttkvæðar, þó eru línur teknar með þótt rímmynstrið
sé afbrigðilegt, háttlausa, dunhenda o.s.frv., jafnvel runhent ef hrynjandi er eins og
í dróttkvæðu. Hins vegar sniðgeng ég töglag þar sem mjög algengt er að línur endi
með þessum hætti; þær eru rannsóknarefni út af fyrir sig.
31 Den norsk-isländska skaldedigtningen (reviderad av Ernst A. Koch), 1. bindi, Lundi
(Gleerup) 1946.
32 Sjá nmgr. 5.