Són - 01.01.2011, Blaðsíða 131

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 131
131ÞÝÐINGAR ÍSLENSKRA LJÓÐA Á ESPERANTO Af öðrum forníslenskum kveðskap er rétt að nefna fyrst Gróttasöng úr Snorra Eddu og Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar sem upp haflega birtust í þýðingu Baldurs Ragnarssonar í La Tradukisto. Áður hafði Sonatorrek Egils birst í þýðingu þeirra Baldurs Ragnarssonar og K. Kalocsay í Vo¤o de Islando 1960. Síðan hefur Baldur þýtt Egils sögu alla á Esperanto og þar með vita skuld allan þann skáldskap sem þar er eignaður Agli bónda á Borg. Lítið hefur enn sem komið er birst á prenti þýtt á Esperanto af öðrum kveðskap íslenskum fyrir siðskipti. Þó er þar rétt að nefna Hjálmars kviðu úr Örvar-Odds sögu sem birtist í Norda Prismo 1957 í þýðingu Baldurs Ragnarssonar og einnig þann kveðskap fornan sem finna má í Njálu, en þar ber hæst Darraðar ljóð. Njála kom út í þýðingu Baldurs Ragnarssonar í Antverpen 2003. Ekki er um auðugan garð að gresja í þýðingum íslenskra ljóða á Esper anto frá þeim öldum sem kallaðar hafa verið lærdómsöld og upplýsingaröld í íslenskri bókmenntasögu eða tímabilinu frá 1550 til um það bil 1820. Líklegt er talið að hinar þjóðsögulegu vísur Fiðlu-Bjarnar séu kveðn - ar rétt eftir siðaskipti, á síðara hluta 16. aldar, þótt ekkert sé víst í því efni. Vísur þessar hefur Baldur Ragnarsson þýtt og birtust þær í La Tradukisto 1997. Eitt þekktasta skáld í upphafi þessa tímabils var Einar Sigurðsson í Eydölum (1539–1626), höfuðskáld Vísnabókar Guðbrands biskups Þor- lákssonar sem út kom 1612. Heldur er nú skáldskapur hans farinn að fyrnast en þó kannast flestir líklega við Kvæði af stallinum Kristí sem gjarnan hljómar á jólum í ríkisútvarpinu. Úr því hefur Baldur Ragnars - son þýtt tvö fyrstu erindin á Esperanto. Þá hafa tveir heilir sálmar verið þýddir eftir Hallgrím Pétursson (1614–1674), höfuðskáld lærdóms - aldar. Eru það sálmarnir Um dauðans óvissan tíma og 48. Passíu - sálmur. Báða sálmana þýddi séra Stefán Jónsson (1860–1931) en hann þýddi einnig 9. og 13. erindi úr 27. Passíusálmi. ,Allt eins og blómstrið eina‘, fyrsta erindi sálmsins Um dauðans óvissan tíma, er einnig til þýtt á Esperanto af Baldvin B. Skaftfell. Þá þýddi Stefán Sigurðsson 9. erindi úr 35. Passíusálmi og 19. og 21. erindi úr 44. Passíusálmi. Fátt hefur verið þýtt eftir austfirsku skáldin, afkomendur Einars í Eydölum. Þó má nefna þýðingu Stefáns Sigurðssonar á Meyjarmissi, ,Björt mey og hrein‘, eftir Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619–1688) og Kvæði um samlíking sólarinnar eftir Bjarna Gissurarson (1621–1712) í þýðingu Baldurs Ragnarssonar. Af skáldum 18. aldar má nefna að Hermann Lundholm hefur þýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.