Són - 01.01.2011, Blaðsíða 22

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 22
22 HELGI SKÚLI KJARTANSSON Aðrar niðurstöður af þessari athugun eru miklu einfaldari. Ég sagði áðan um einkvæðu nafnorðin í fjórðu stöðu að þau kæmu helst fyrir í b-línu (höfuðstafslínu), og voru þar þó allmargar undantekningar frá. En þríkvæðu orðin standa í b-línu í öllum hundrað dæmunum. Og geta þar af leiðandi ekki borið stuðul; hér eru engar hliðstæður við goð gjalda. Einkvæða nafnorðið í fjórðu stöðu bar, sagði ég, örsjaldan rím, og það var þá fyrri hendingin (frumhendingin) því að í línum þessarar gerðar fellur sú síðari (viðurhendingin) jafnan á næstsíðasta atkvæðið. Enn skýrari línur með þríkvæðu orðin: fyrsta atkvæði þeirra rímar aldrei, sama þó það sé langt, en annað atkvæðið alltaf, sama þó það sé bara viðskeyti (hildingr ór lyptingu). Jafnfrjálst er að það rími við fyrsta atkvæði línunnar (fleyvang til Orkneyja) og annað (hjörþeys í Orkneyjum) en mun algengara í yngri dæmunum að það sé við annað atkvæðið. Það virðist þá aðeins vera mjög afmörkuð gerð drótt - kvæðrar línu sem rúmar þríkvætt lokaorð: b-lína með löng atkvæði bæði í fyrstu og annarri stöðu (eða tvíkvætt jafngildi: móins sæti ágæt - um), létt atkvæði í þriðju stöðu og svo hið þríkvæða lokaorð þar sem miðatkvæðið er alltaf langt og ber alltaf rím. Þessi einfaldleiki er reyndar úrtaksskekkja, hundrað braglínurnar of fáar til að fanga sjaldgæfustu afbrigði. Þar dugir ekki annað en aðferð Kuhns47 sem fínkembir öll dróttkvæði fyrir 1200 auk Háttatals Snorra. Elsta dæmið er eignað of gömlu skáldi til að lenda í úrtakinu hjá mér. Það er frá Kormáki sem mislíkaði að ástmær sín væri „gefin tindráttarmanni“ og orti háðulega um atvinnu hans, uppnefndi hann „Tintein“ og taldi sig blessunarlega ólíkan honum: esa mér sem Tin- teini.48 Hér er troðið í uppnefnið bæði stuðlum og hendingum, og mun vísvitandi teygt á möguleikum bragarins til þess að undirstrika háðstóninn. Hér bætast við tvö dæmi frá 11. og 12. öld: men-myrði – sigr-sæli, og tvö frá Snorra: skot-skúrum – haf-hreinum. En þetta er sem sagt alger undantekning þótt Snorri telji hana ekki til braglýta. 47 Bls. 111 í Das Dróttkvætt; nánar í greininni „Von Bragi bis Snorri. Zur Geschichte des Dróttkvætts“, Einarsbók. Afmæliskveðja til Einars Ól. Sveinssonar … [Reykjavík] („nokkrir vinir“) 1969, bls. 211–232, þetta bls. 226. 48 Myrvoll (bls. 94) fjallar um þetta sem dæmi um a-línu af B-gerð (með aðaláherslu á mér og Tin-; tvíkvæða sögnin esa er í fyrstu bragstöðu án áherslu) án þess að gefa lokaorðinu sérstakan gaum. Sama mynstur notar Snorri nema lengra milli hendinga: né Rán viðr haf-hreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.