Són - 01.01.2011, Blaðsíða 159
159FJÓRLIÐIR
sér í ljóði eftir Snorra Hjartarson og kallar „ferliði“.10 Þar á hún við
línulok eins og „vitjaðu mín“. Mun þá vaka fyrir henni „choriambus“
klassísku bragfræðinnar með tveimur löngum atkvæðum og tveim
stutt um á milli. En í íslenskri bragfræði tíðkast ekki að reikna með
nema einu risatkvæði í braglið og væru þessi dæmi þá greind sem
þríliður + stúfur. Fjórliðir í mínum skilningi þurfa að hafa þrjú létt
atkvæði, ekki aðeins í eðlilegum framburði (eins og í dæmum Gylfa)
heldur í bragarhættinum sjálfum.
Aðeins einn höfundur veit ég til að fjallað hafi um fjórliði í þeirri
merkingu: Heimir Pálsson í kandídatsritgerð sinni (1969) um þýðingu
Einars Benediktssonar á Pétri Gaut.11 Heimir lýsir bragarhætti frum-
textans: ljóðlínum með fastri tölu bragliða þar sem „skiptast í sífellu á
tvíliðir, þríliðir og jafnvel fjórliðir“.12 Hann velur vissa kafla, alls 214
vísuorð, sem hann greinir nákvæmlega (í Viðauka I), frumtexta jafn-
framt þýðingu, og vekur m.a. athygli á „afbrigðilegum bragliðum
(tvöföldum forlið eða fjórlið)“. Hvort tveggja er algengt hjá Ibsen,
miklu síður hjá Einari. „Tvíkvæður forliður er notaður 54 sinnum í
frumtexta, 11 sinnum í þýðingu.“ „Fjórliðir teljast koma fyrir 39 sinn -
um í frumtexta, e.t.v. einu sinni í þýðingunni.“ Niðurstaða: „Þannig er
svo að sjá sem fjórliðurinn, eitt sérkennilegasta bragð Ibsens til að gera
tal persónanna eðlilegt, eigi mjög örðugt uppdráttar í formfestu ís -
lenska textans“.13 Dæmið, sem Heimir vísar til um fjórlið í þýðingu
Einars, er í þessari ljóðlínu:
sem | elding fyrir | auga! | Er það | rétt?14
Eins og Heimir bendir á orkar atkvæðafjöldi víða tvímælis í þýðingunni
þar sem Einar kann að reikna með brottfalli lokasérhljóða. En hann
myndi tæplega skrifa „fyrir“ fullum stöfum nema hann ætlist til að bæði
atkvæðin séu heyranleg, og er þetta þá raunverulegur fjórliður. Mjög
hlýtur sú hrynjandi þó að vera Einari ótöm úr því svo nærri lætur að
hann útrými henni úr texta þar sem hún er svo áber andi á frummálinu.
10 Helga Kress, „Mannsbarn á myrkri heiði. Um samband listar og þjóðfélags í kvæði
eftir Snorra Hjartarson“. Tímarit Máls og menningar 42, 2 (1981), bls. 142–152; þetta
bls. 146.
11 Heimir Pálsson, „Peer Gynt“ Henriks Ibsens og „Pétur Gautur“ Einars Benediktssonar, óbirt
cand.mag.-ritgerð í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1969.
12 Bls. 68.
13 Bls. 94.
14 Henrik Ibsen, Pjetur Gautur. Leikrit í ljóðum (þýð. Einar Benediktsson), Reykjavík,
Sigurður Kristjánsson, 1922, bls. 188.