Són - 01.01.2011, Blaðsíða 40

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 40
40 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON og niðurstaðan er sem sagt sú að aðeins eitt þeirra stuðlar hv við k.12 Þegar aftur er litið til þeirra Þorsteins frá Hamri og Þórarins Eldjárns, sem tjáðu skoðanir sínar á ýmsum tilbrigðum stuðlasetningarinnar eins og vitnað var til hér að framan, kemur fram hjá þeim svipað sjónarmið gagnvart hv-stuðlun og þeir hafa gagnvart sníkjuhljóðsstuðluninni. Þeim ber saman um að það trufli ekki brageyra þeirra þegar skáld og hagyrðingar stuðla hv á móti k en þeir nota þessa stuðlun ekki sjálfir. Hv-stuðlun virðist því vera undir sömu sök seld og sníkjuhljóðs - stuðlunin. Hún er notuð einstöku sinnum af sumum skáldum en aldrei af öðrum, hún er viðurkennd af hagorðum mönnum og góðskáldum sem „ekki röng“ en hún er ekki frekar en sníkjuhljóðsstuðlunin komin til að vera. Skáldin eru fastheldin á hefðina. „Stuðlatregðulögmálið“ Af þeim dæmum sem skoðuð eru og skráð hér að framan er ljóst að þegar framburður breytist og framstöðuklasar eru ekki lengur þeir sömu verða breytingar á stuðluninni. Af súluritunum, sem sýnd eru á myndum 1 og 2, er ljóst að þær breytingar sem þar eru sýnd eru afgerandi og ganga hratt fyrir sig. S-stuðluninni lýkur á 14. öld og eftir það sést ekki um hana eitt einasta dæmi fyrr en á 18. öld og þá á breytt - um forsendum. Eftir að j breytist eða er endurskilgreint um 1600, eða hugsanlega eitthvað fyrr, hættir það svo algjörlega að stuðla við sér - hljóð að eftir það finnst ekki nema ein undantekning í nokkur þúsund braglínupörum. Þessi niðurstaða segir sína sögu um hið margrómaða brageyra íslenskra skálda. Augljóst er að þeir sem yrkja hlusta eftir málhljóðunum og leyfa sér engar undantekningar eða tilslakanir. Rétt skal vera rétt. Breytingarnar sem sýndar eru á myndum 1 og 2 eiga það sameiginlegt að þar breytast framstöðuhljóð á þann veg að jafngildisflokkarnir raskast, ákveðin hljóð sem áður stuðluðu hvort (hvert) við annað gera það ekki lengur. Í þeim tilvikum verða breytingarnar afgerandi og fljótvirkar. Brageyrað neitar að samþykkja stuðlunina og þar með er hún úr gildi. Þegar kemur að myndum 3 og 4 er allt annað uppi á ten- ingnum. Þar hafa breytingarnar skapað nýja jafngildisflokka sem ekki voru í gildi áður. Þá kemur í ljós, að jafnvel þó að öllum hagorðum mönnum beri saman um að hljóðin séu fullkomlega nógu lík til að 12 Hér er miðað við slembiúrtakið. Hugsanlega gætu verið dæmi um þetta í kveðskap hinna skáldanna en þau hljóta að vera tiltölulega fá því þau lenda þá utan úrtaksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.