Són - 01.01.2011, Blaðsíða 158
158 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
„Bragfræði“, og segir þar m.a.: „Kveður kallast tvíliður, þríliður eða fjór-
liður eftir atkvæðafjölda.“5 Ekki er þar nánar um þessi hugtök fjallað.
Yngsta dæmið er í meistararitgerð Gylfa Hafsteinssonar við Háskóla
Íslands vorið 2011.6 Hann fjallar aðeins um einn bragarhátt, stakhendu
Shakespeares, þar sem í eiginlegri bragfræðigreiningu koma einungis
fyrir tvíliðir (ásamt léttum „baklið“ í línulok þar sem svo stendur á).7
En Gylfi sýnir einnig dæmi um greiningu eftir eðlilegum framburði þar
sem ris bragarins fá ekki endilega áherslu. Þar geta þrjú atkvæði í röð
orðið áherslulítil og nefnir Gylfi það fjórliði, t.d. „örlátust sem“ þar
sem bragfræðilega risatkvæðið „-ust“ verður áherslulétt.8 Hann bendir
auk þess á dæmi frá Helga Hálfdanarsyni:
af örlögunum, óttast ekki, en vonar,9
sem er í skemmtilegu samræmi við fjórliðagreininguna. Helgi fyllir
fimm bragliði háttarins með tilskildum atkvæðafjölda. En raunveruleg
áhersluorð línunnar eru aðeins þrjú (örlög-, óttast, vonar) og í samræmi
við það setur Helgi stuðlana: örlög- – óttast. Hann lætur þá ekki skipta
máli þótt þriðja bragfræðilega risið, ekki, hefjist líka á sérhljóði (og
reyndar það fjórða, sem Gylfi auðkennir þó ekki, þ.e. (örlög)unum).
Þannig má segja að línan sé stuðluð eftir fjórliðunum frekar en grunn -
mynstri háttarins. Þessari greiningu Gylfa hef ég ekkert á móti en hún
er annars eðlis en sú sem ég reyndi að beita á sálm sr. Friðriks; þar
þykist ég sjá fjórliði sem hluta af bragarhættinum sjálfum, ekki aðeins
sem framburðarmynstur.
Það er líka allt annað fyrirbæri en mínir fjórliðir sem Helga Kress
5 „Bragfræði“, Wikipedía (á íslensku), <http://is.wikipedia.org/wiki/Bragfræði> (auðk.
þar). Upphaflega sett inn 2007 af höfundi með notandanafnið „Vesteinn“, síðast
breytt í júní 2011. Sama texta má finna á nokkrum vefsíðum öðrum, trúlega
afritaðan af Wikipedíu.
6 Gylfi Hafsteinsson, Stakhenda Shakespears í meðförum þriggja þýðenda. Rannsókn á bragar -
hættinum í Lé konungi, MA-ritgerð í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 2011,
<http://hdl.handle.net/1946/8423>.
7 Þ.e. ef reiknað er með jambískri hrynjandi. Gylfi sýnir greiningu sína á ljóðlínum
eins og hann reikni með réttum liðum, og hefst stakhendulínan þá annaðhvort á for-
lið eða þrílið, en ég skil skýringar Gylfa þannig (bls. 22) að þetta meini hann ekki. Í
raun held ég að greining með réttum liðum ætti betur við einn af textunum sem
hann athugar, þ.e. þýðingu Þórarins Eldjárn.
8 Sama stað.
9 Bls. 73 (auðk. þar). Gylfi tengir þetta reyndar ekki við bragliðagreiningu heldur er
það hluti af greiningu hans á stuðlun sem er víðs fjarri mínum skilningi á því efni,
en það er önnur saga.