Són - 01.01.2011, Page 103

Són - 01.01.2011, Page 103
103RÍMNAMÁL urinn einn ræður ekki því að Matthías kallar hann rímu. Þar er nefni- lega að finna það sem Matthías lofaði í upphafi að gera ekki. Þar eru kenningar, heiti og annað góss rímna auk þess sem um hreina frásögn er að ræða án þess að höfundur troði sér að. Raunar fékk Matthías nokkrar ákúrur hjá ritdómara Ísafoldar fyrir það að á stundum eru á ljóðunum „miður vandaður rímna-frágangur“ sem þó að mati hans sé óhætt að fyrirgefa.75 Guðrún Ósvífsdóttir Árið 1892 kom út söguljóðið Guðrún Ósvífsdóttir eftir Brynjólf frá Minna-Núpi. Ritið fékk misjafna dóma en Þorsteinn Erlingsson tók því vel í ritdómi í Sunnanfara 1892, en eitt hefði að hans mati mátt betur fara. „…oss hefði þótt stórum vænna um bók hans ef þar hefði verið: „Rímur af Guðrúnu Ósvífrsdóttur“, og er oss þó hlýtt til kversins.“ Þorsteinn var yfirlýstur rímnavinur og Brynjólfur er af þeim skálda - skóla sem Þorsteini líkar. Hann skrifar áfram: „Frásögn hans [Bryn- jólfs] er blátt áfram, látlaus og reigingslaus að öllu leyti. Hún er al íslenzk og henni haldið innan þeirra takmarka sem fornskáld vor, sagnameistarar og rímnaskáld hafa fylgt.“ Hér á Þorsteinn líkast til við að Brynjólfur rekur þessa sögu eins og hún er sögð í Laxdælu og kemur lítt við sögu sjálfur í skáldlegum tilþrifum. Og Þorsteinn heldur áfram og nú kemur í ljós að honum hugnar ekki alls kostar hverja stefnu bók- menntirnar hafa tekið. „Það sést á öllu að höfundurinn hefir ekki kært sig baun um að vera „nýmóðins“, og því sniðið verk sitt öldungis eins og gert er í beztu rímunum; en úr því nú aungu ber á milli nema bragar háttunum, hversvegna hafði hann það þá ekki rímur?“ Og hér reifar Þorsteinn hugmynd sem verður að staldra við: „Þó efnismeðferð og bragarhættir geti verið með ýmsu móti í söguljóðum, þá er þó í rauninni rétt að kalla svo öll ljóð, sem ort eru út af sögum hvaða bragur sem á þeim er og hvernig sem með efnið er farið. Í þeim skilningi eru rímur vorar söguljóð allar saman, aungu síður en Örvar- oddsdrápa, Friðþjófskvæði eða Hómer.“ Hér leggur Þorsteinn í raun - inni til að við skiptum um hugtak og köllum söguljóð almennt rímur. Þetta allt verður Þorsteini tilefni til að ræða um rímur almennt og þá fordóma sem þær máttu þola. Hann ritar: „Það er ekki ólíklegt að ýmsir menn hristi höfuðið yfir því að maður, sem þykist vera mentaður maður og líklega skáld, skuli ekki skammast sín fyrir það, að ætlast til 75 Bókmenntir (1897:353).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.