Són - 01.01.2011, Page 29
29FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . .
þetta hljóð hafi ekki haft neitt sérstakt tákn í fornu ritmáli ef það ætti
að geta greint á milli jafngildisflokka (Classen 1913:15).5
En raddglufulokunarkenningin hefur samt orðið æði lífseig. Árið
1948 ritar Louis L. Hammerich grein þar sem hann heldur því fram
að raddglufu lokunin, sem hann telur geta skýrt sérhljóðastuðlunina,
tengist barkakýlis-/raddglufu-hljóði (laryngeal phoneme) sem var til í
indó-evrópsku og bendir á að slíkt hljóð sé að finna í grísku (Ham-
merich 1948:32-33)6 og Donka Minkova (2003) tekur einnig eindregna
afstöðu með þeim sem aðhyllast kenninguna um raddglufulokun til að
skýra sérhljóðastuðlunina (Minkova 2003:145 o.áfr., 160 o.áfr. o.v.,
sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:138–9).7
Og deilurnar halda áfram. Kristján Árnason (2000) bendir á það
sem áður kom fram hjá Classen og vitnað var til hér að framan og
telur að ef öll framstöðusérhljóð hefðu byrjað á þessari lokun, þ.e. ef
hér hefði verið um að ræða sjálfstætt málhljóð, þá hlytu að finnast ein-
hver merki um það í stafrófinu. Kristján bendir á að hvorki Ólafur
Þórðarson hvítaskáld né Fyrsti málfræðingurinn minnast einu orði á
fyrirbærið í ritum sínum.8 Kristján vitnar einnig til finnsku Kale-
valakvæðanna þar sem sérhljóðastuðlun er beitt á sama hátt og í
forngermönskum kveðskap, þ.e. allir sérhljóðar mynda einn jafngild-
isflokk, án þess að merki séu um þessa raddglufu lokun í finnsku og
sérhljóðar mynda einnig einn jafngildisflokk í fornírskum kveðskap án
þess að staðfest hafi verið að þar hafi raddglufulokun verið til staðar.9
Kristján vekur einnig athygli á því að í íslenskum samtímakveðskap
5 Roman Jakobson (1963) ritaði grein sem hann kallaði On the so-called vowel alliteration
in Germanic verse. Þar tekur hann undir sjónarmið Classens. Hann vitnar einnig í
Kock og tekur undir efasemdir hans um tilveru nefndrar raddglufulokunar í frum -
germönsku (Jakobson 1963:88).
6 Nú nýlega hefur Roger Lass (Lass 1995:143) tekið undir þessa skoðun Hammerichs.
Svipað sjónarmið kemur fram í grein eftir Helmuth Scharfe árið 1972 (Scharfe
1972:157). Á það skal bent í þessu sambandi að málfræðingar eru nú yfirleitt þeirrar
skoðunar að barkakýlis-/raddglufuhljóðin (laryngeal phonemes) í indó-evrópsku hafi
verið önghljóð (sjá Lindeman 1987:112–113 og Mayrhofer 1986:121–3).
7 Einnig má nefna að einn af þeim sem hafa stutt kenninguna um raddglufulokun
í stuðlun með sérhljóðum er Jerzy Kuryłowicz (1970).
8 Aage Kabell, sem gagnrýnir kenninguna á svipuðum forsendum og aðrir, bendir á
að umrædd raddglufulokun hafi ekki skilið eftir sig nein spor í rúnaskriftinni (Kabell
1978:16–17).
9 Um sérhljóðastuðlun í finnsku má auk þess lesa t.d. í Kiparsky (1968:139, sjá Ragnar
Inga Aðalsteinsson 2010:33) og í bókinni Early Irish metrics eftir Gerard Murphy
(Murphy 1961:36–37) er gerð grein fyrir sérhljóðastuðlun í fornírsku.