Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 46
44
GRIPLA
á Ljúflingsmál (1960:55-57) og að hún muni ekki hafa fjallað um Gretti Ás-
mundarson heldur einhvem annan Gretti (1960:72). Sá Grettir er verkmaður,
en honum er einnig lýst sem kynóðu villidýri sem serðir karla (páfann, bisk-
upa, ábóta, presta, konunga, hirðstjóra, jarla, bændur o.fl.) jafnt sem konur
(abbadísir og systur sérstaklega nefndar) og dýr af öllu tagi; einnig er mikið af
formælingum í þulunni (1960:55-56). Olafur birtir einnig rytjur af þulunni eft-
ir ungum handritum (1960:62-64) en í þær vantar allt um kynæði Grettis þessa
þótt hann sé greinilega kvensamur og gælinn við skepnur.12
Olafur Halldórsson telur líklegt að þulan geymi minni af ævafomum leikj-
um, t.d. við uppskemlok eða í lok sláturtíðar, þar sem getnaðarlimur af sauð
eða öðru karldýri var látinn ganga meðal veislugesta og hver og einn átti að
segja nokkur vel valin orð við liminn, sbr. VÖlsa þátt (1960:72-74). Grettir
þulunnar er skv. þessu getnaðarlimur. Ólafur (1960:77) bendir einnig á hlið-
stæður við kjötkveðjuhátíðir í Evrópu. Þótt þulan geynti minni af ævafomum
leikjum og frjósemisdýrkun, er ljóst af athöfnum Grettis við valdsmenn að hún
hefur einnig þegið gróteskar viðbætur (sbr. Helgu Kress 1997b) þar sem mik-
ill áhugi er á allri líkamsstarfsemi (kynlífi þar á meðal) og hið háa er aftignað
(Bakhtin 1984:18-21,316-317, Helga Kress 1987:276). Helga Kress (1997b)
hefur enn fremur bent á að Grettisfærsla sé kölluð „kátleg“ í Grettis sögu, en
hlátur er eitt einkenna gróteskunnar (Bakhtin 1984:96-97).13
Ólafur Halldórsson telur að þulan í þeirri mynd sem hún er í AM 556 a
4to geti ekki verið eldri en frá 14. öld og ræður það af málinu á henni (1960:
68), en samt sem áður er hún að líkindum eldri en sagan. Hann telur enn
fremur að sú venja í leiknum að dæma liminn til hengingar sé ástæða þess að
Grettisfærsla sé nefnd í Grettis sögu og hafi verið skrifuð aftan við söguna í
AM 556 a 4to, en Isfirðingar dæmdu Gretti til dauða og ætluðu að hengja
hann þegar þeim varð ljóst að enginn vildi gæta hans þar til ákveðið yrði hvað
gert yrði við hann (1960:77). En vandræði bænda, sem fólust í því að enginn
vildi gæta Grettis og allir vísuðu því frá sér, geta einnig hafa minnt á þann
hluta leiksins að láta reðurinn ganga á milli manna og þess vegna sé þulan
12 Eftirfarandi húsgangur minnir eilítið á yngri gerðir þulunnar (Valdimar Ásmundarson 1900:
vi, sbr. JónÁmason 1956:114):
Grettir át í málið eitt
nautsmagál og kletti feitt,
flotfjórðung og fiska tólf,
fjóra limi og endikólf.
Hastrup (1986:300) telur vísuna einkennast af „gargantuan appetite" og vísar með því í grót-
esk einkenni í Gargantúa og Pantagrúl eftir Frangois Rabelais (sjá Bakhtin 1984:18-19,
278-282).
13 Ég þakka Helgu Kress fyrir að leyfa mér að vitna í óprentaðan fyrirlestur sinn um Gretti og
grótesku (1997).