Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 313
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
311
gáfum, og reyndar er ekki að nýju sagt fyrr en á s. 51, að Eddur hafi brunnið.
Eðlilegt var að geta þess frá mismunandi sjónarhomum að margt hafi glatast.
Fárast er yfir því (288), að oft skuli hafa verið nefnt, „að Brynjólfur bisk-
up hafi unnið að riti um foman átrúnað“ og taldir upp nokkrir staðir, en þar
var einum ofaukið, því að ekki gat ég fundið að fyrirhugað rit Brynjólfs væri
nefnt á s. 22. Mér finnst öðrum stöðum þar sem ritið var nefnt ekki vera of-
aukið, því að þess er víða getið í ýmsu samhengi. Eina tilvitnun segist 2. and-
mælandi ekki hafa fundið og því vera misvísandi (288): „á bls. 273: „Eins og
áður hefur verið nefnt er niðurstaðan í 5. kafla a) (s. 298), að ...““ Við athug-
un kemur í ljós, að þama er verið að fjalla um handritið *0, en hugmyndin
um sjálfstæði þess er ein af nýjungunum í Edduritunum. I fyrmefndri hand-
ritaskrá er einnig hægt að fletta upp glötuðum handritum og þar má finna, að
*0 er áður nefnt á tveimur stöðum (1:15 og 185). Ég taldi stundum rétt að
vitna ekki í blaðsíðutal, heldur í skýringar við tiltekinn stað í texta og á þetta
einkum við í 5. kafla b). Ég get alls ekki verið sammála því (288) „að mjög
margar vísanir á milli staða innanborðs benda oftast nær til þess að þörf sé á
uppstokkun á efninu“. Vísanir bera vott um vönduð vinnubrögð, og er hand-
ritaskrá dæmi um slíkt.
Mér finnst nú nálgast útúrsnúning, þegar 2. andmælandi talar um, að ég
hafi ætlast til þess, að lesendur hafi allar umræddar bækur, sem ég vísa til, á
borðinu hjá sér, með tilvísunum er verið að benda á hvar menn geta fundið
sambærilega texta í öðrum bókum.
3. Aðferð við útgáfu
Hér talar 2. andmælandi um að textafræði sé „heilmikið fag með blómlegri
umræðu“ og nefnir nokkur rit um efnið, en síðan segir (289):
Þessi umræða hefur ekki skilað sér sem skyldi til íslenskra fræða og er
afleiðingin til dæmis sú að víða í inngöngum að fræðilegum útgáfum
eru búin til glötuð handrit úr engu öðru en rangri aðferð eða skorti á
aðferð og umhugsun um það sem verið er að gera.
Síðan er kvartað um að „kenningarlegan grundvöll“ vanti, en í framhaldi
hefði mátt búast við dæmum um „ranga aðferð", þ. e. farið í inngang ein-
hverrar útgáfu, t. d. Smt, og sýnt fram á, að glötuð handrit hefðu verið búin
til. Svo er þó ekki gert, heldur segir í beinu framhaldi (289): „Ég hef ekki far-
ið í saumana á athugunum doktorsefnis á innbyrðis tengslum handrita að
Edduritum Jóns“. Hér hefði mér þó fundist að hefði átt að koma úttekt á því