Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 56
54
GRIPLA
hamar troll eitt..(Rímnasafn:57), en í 11. vísu Grettis sögu kveður Grettir:
„Hygg eg at hljóp til Skeggja / hamartröll með ...“ (Islendinga sögur:913).
Ólafur Halldórsson telur Grettlur ortar á 15. öld (1968:xvi). Finnur Jónsson
(1902:41) telur að þær fylgi AM 556 a 4to (C) best af handritum sögunnar en
Bjöm bendir á að þær fylgi UppsUB DG:10 (D) ekki síður hvað orðalag
varðar (1934:341 nmgr.). Rímumar hafa samt ekki verið ortar eftir Grettis
sögu í þessum handritum heldur einhverri formóður annars eða beggja.
Á síðari hluta 16. aldar var uppi Þórður Magnússon á Strjúgi í Langadal.
Eftir hann eru varðveittar rímur, t.d. Rollantsrímur (sjá t.d. Jón Þorkelsson
1888a:340-350). Einnig orti hann Kappakvæði (Strjúgsflokk) og Fjósarímu og
kemur Grettir við sögu í þeim báðum. í Fjósarímu telur Þórður upp 29 kappa
úr íslendingasögum og riddarasögum, en ríman gengur út á að kapparnir hafi
aldrei barist í fjósi eins og þeir tveir sem urðu tilefni þess að hann orti rímuna.
Fyrri helmingur Fjósarímu lýsir slagsmálum tveggja manna út af smámunum,
fyrir aftan kýr í fjósi. Síðari hluti rímunnar lýsir því að áðumefndar hetjur hafi
aldrei lagst svo lágt að berjast í flór. Fjósaríma er alls 67 erindi og er „komisk
heltedigt" að mati Jóns Þorkelssonar (1888a:348, sbr. Jakob Benediktsson
1981:159). Böðvar Guðmundsson (1993:449) kallar Fjósarímu gróteska
gamansögu og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir (1998:79-81) er sama sinnis.
Fjósaríma hefur verið prentuð tvívegis (Jón Þorkelsson 1888b:267-276 og
Finnur Sigmundsson 1960:1-10). Vísan um Gretti er 39. erindi rímunnar.32
Á 17. öld voru ortar a.m.k. tvennar rímur um Gretti. Aðrar em eftir Jón
Guðmundsson í Rauðseyjum undan Skarðsströnd (14 rímur) og hinar eftir Kol-
bein Jöklaraskáld Grímsson (20 rímur) ortar 1658, hvorartveggju óprentaðar
(Finnur Sigmundsson 19661:170-171). Rímur Jóns, Lítið inntak Grettis sögu í
rímur snúið, em aðeins varðveittar í tveimur handritum, AM 614 b 4to (bl. 25v-
46v) og afriti þess, NKS 1134 fol. Rímur Kolbeins, Rímur af Gretti sterka, em
varðveittar í a.m.k. 7 handritum, þar á meðal AM 611 d 4to frá síðari hluta 17.
aldar. Þá orti Magnús Jónsson í Magnússkógum í Hvammssveit rímur um
Gretti (44 rímur) árið 1828, einnig óprentaðar, og Oddur Jónsson í Fagurey í
Helgafellssveit orti rímu um síðasta fund Grettis og móður hans (39 erindi),
prentaðar á ísafirði 1889 (Oddur Jónsson 1889, sjá einnig Finnur Sigmundsson
1966 1:171-172). Rímur Magnúsar em varðveittar í a.m.k. 9 handritum. Allir
þessir menn voru afkastamikil skáld (Finnur Sigmundsson 1966 11:81, 100-
101, 104—105, 108). Svo virðist sem Jón Guðmundsson á Hellu á Árskógs-
strönd hafi ort enn einar rímur af Gretti á 17. öld, en þær em nú glataðar (Finn-
ur Sigmundsson 1966 1:172). Sigfús Sigfússon (1930) orti Glámsrímur (5
rímur) 1912 (sjá einnig Finnur Sigmundsson 1966 1:166). í yfirliti Finns Sig-
32 Jón Þorkelsson (1888b:251) flokkar Fjósarímu með kappakvæðum.