Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 312
310
GRIPLA
nefnir sem dæmi, að staffófsröð styttinga og heimildarita sé ekki sú sama. Úr
þessum annmarka hefði mátt bæta með því að lengja skammstafanimar. Ekki
get ég þó séð að þetta sé til stórs baga fyrir lesendur, því að uppsetning á heim-
ildaskrá er með þeim hætti að gott er að sjá hverja einstaka færslu og ekki em
titlar mjög margir undir hverjum einstökum bókstaf. Mér finnst mikill kostur
við heimildaskrá með þessum hætti, að oftast er hægt að sjá við hvaða ritsmíð
er átt; ekki þarf að fletta í hvert einasta sinn upp í heimildaskrá við hverja til-
vitnun. Það er aftur á móti nauðsynlegt, þegar notað er kerfi eins og MárJóns-
son 1990 og bókstafir notaðir til að greina að einstakar greinar frá sama ári. Eg
tel mig í betra lagi minnugan á tölur, en þegar t. d. stendur Már Jónsson
1990c, finnst mér erfitt að muna hvað við er átt og ekki er þá ritum sama höf-
undar raðað í stafrófsröð. Þessi aðferð við tilvitnanir er sagt að sé upprunnin
hjá raunvísindamönnum, þar sem tímasetning rannsókna skiptir meira máli en
í hugvísindum. Það væri undarlegt og beinlínis villandi, ef vitnað væri neðan-
máls svo: Jón Gudmundsson 1895 og Jón Guðmundsson 1924, en þá væri átt
við Snjáfjallavísur hinar síðari og Um Islands aðskiljanlegar náttúrur, en þá
liti út eins og Jón lærði hefði sjálfur gefið ritin út á tilteknum árum.
Landakort finnst mér óþarfi að hafa, því að menn eiga að kunna sína landa-
fræði. Mynd úr handriti með hendi Jóns lærða er á kápu bókarinnar, en tvímæl-
is orkar að hafa myndir úr handritum hans, senr ekki eru tengd Edduritunum.
Óþarft er að hafa myndir úr aðalhandritinu, Á, þar sem það er með alþekktri
hendi Ásgeirs Jónssonar. Helst hefði komið til greina að hafa myndir úr handrit-
inu, SÁM 44, sem ég kalla B1, því að þá væri von til að einhver fyndi skrifarann.
2. Frásagnarháttur
Inngangur að Edduritunum er langur og mér þykir því miður ekki líklegt að
margir lesi hann allan frá orði til orðs. Aftur á rnóti er líklegt að einhverjir vilji
vita hvað stendur í einstökum köflum og þess vegna var talið nauðsynlegt að
vísa fram og til baka, svo að auðvelt væri að sjá hvar annars staðar var um sama
efni fjallað og oft lfá mismunandi sjónarhomum. Minnugustu menn muna ekki
allt sem þeir lesa og gott er því að vísa til staðar þar sem fjallað er um sama efni.
Beinlínis gæti verið bagalegt að hafa engar millitilvísanir í bókum, sem gæti og
bent til óvandaðs frágangs. Sumt sem segir (288) um endurtekningar er beinlínis
villandi, t. d. þegar ég tala um „með tveggja blaðsíðna millibili (48, 50)“, að
geysimargar Eddur hafi brunnið 1728. Á fyrri staðnum er talað um starfsemi
Brynjólfs Sveinssonar í kringum VÖlsunga sögu, og því er þar talað um, að rit
samin vegna hennar hafi brunnið. Á seinni staðnum er aftur á móti talað um
hvað vitað er um þau kvæði á 17. öld, sem vanalega fylgja Eddukvæðum í út-