Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 276
274
GRIPLA
lærður, en Jón lærði var leikmaður og ekki lærður í skóla; þó hafði hann lesið
mikið á íslensku og kunni líka þýsku; hann vitnar stundum í þýskar bækur í
ritum sínum. Það er fróðlegt að bera saman aðdraganda að ritum þeirra, og
einnig þær afleiðingar sem þau höfðu fyrir þá. Magnús skrifaði til að sannfæra
valdsmenn um alvörugefni sína og ráðvendni, þar sem hann hafði misst kjól-
inn vegna bameigna fram hjá eiginkonunni, og vildi fá hann aftur. Þetta tókst
honum. Seinna skrifaði hann til að fá vinnuaðstöðu handa syni sínum sem
hafði orðið eins konar óreiðumaður við háskólann í Höfn og átti að fara það-
an án vitnisburðar. Jón lærði komst hins vegar í ónáð hjá yfirvöldunum og var
ákærður fyrir villutrú og fordæðuskap, að mestu vegna ritverka sinna. Magn-
ús Ólafsson skrifaði að mestu leyti á dönsku eða latínu fyrir lærdómsmenn í
Danmörku, en Jón skrifaði alltaf á íslensku fyrir íslenska klerka og lærdóms-
menn, sem virðast hafa litið á hvom tveggja sem álíka áreiðanlegan í lærdómi
sínum. (Þó hefur doktorsefni ekki tekist að sýna fram á, svo að óyggjandi sé,
að Samantektir hafi verið samdar að beiðni Brynjólfs biskups í sambandi við
áætlun hans að semja rit um foman átrúnað, þótt það sé svo sem trúlegt.) Þar
sem þeir Magnús og Jón skrifuðu báðir um svipað efni, en annar fékk af því
uppreisn æm en hinn var fordæmdur, reyndist það hér sem víðar að segja mátti
á latínu það sem var óleyfilegt á móðurmálinu. Til dæmis var það að miklu
leyti vegna rúnakunnáttu sinnar að Jón var fordæmdur, en Ole Worm skrifaði
heila bók um rúnir í Danmörku, og hlotnaðist ekki annað en vegsemd fyrir.
í riti þessu kemur fram ný mynd af Jóni Guðmundssyni. Þótt hann væri
ekki skólalærður og hafi kunnað lítið í latínu eins og Shakespeare (sem kem-
ur skýrt fram í riti þessu á bls. 347 og 372), var hann alls ekki ólærður og hjá-
trúarfullur bóndi, eins og sumir hafa haldið fram. Ýmislegt bendir til að hann
hafi hneigst nokkuð til kaþólskrar trúar, og þar að auki ól hann í brjósti ýmsan
átrúnað sem nú á dögum yrði kallaður hjátrú; einnig sýndi hann í viðskiptum
við yfirvöldin ýmis einkenni ofsóknaræðis eins og sést hefur í sumum Islend-
ingum þá og síðar. Þó virðist sums staðar í ritum hans koma fram einhvers
konar efahyggja, sem er óvenjuleg á seytjándu öld; auðvitað jafngildir það þó
varla skynsemistrú. Til dæmis má benda á athugasemd skrifara við Samantekt-
ir 60.2, sem vitnað er í á bls. 245 (Jón segir að sagan um Loka og Svaðilfara
„ma otruligt synaz“; skrifarinn eykur við „þad er undarlegt hann efar þad
helldur enn annad“), og orð Jóns í Samantektum 88.7-9 („æfinntyr, sem menn
hafa haft til skilnings reynzlu, enn nu forkastat sakir olijkligleika við þeÍRa
skilning sem nu eru“); sbr. 60.22^4. Doktorsefni fjallar um þetta mál í I. bindi,
bls. 152, 363 og 364, og telur að Jón hafi ekki „í raun verið hjátrúarfyllri en
ýmsir aðrir í samtíð hans“. Jón hafði lesið mikið á íslensku og þýddi ýmislegt
úr þýsku, og hann var ekki mjög frábrugðinn Magnúsi Ólafssyni í vísindaleg-
um aðferðum, þó að hann hafi kannski ekki verið eins vísindalegur og áreiðan-