Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 49
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
47
Sem viðumefni hefur hann fundið það á þremur mönnum, þ.e. á fyrmefndum
ættingjum Grettis Asmundarsonar, Ofeigi gretti Einarssyni og Ófeigi gretti
Önundarsyni og svo er nefndur Ivar grettir Pálsson í Noregi 1227 (1920-
1921:119).16 Hann hefur hins vegar aðeins fundið einn fyrir miðja 15. öld sem
heitir Grettir að skímamafni auk Grettis Ásmundarsonar, þ.e. Gretti Skeggja-
son skammhöndungs Gamlasonar (1905-1915:355, 1931:308). Grettir sá var
sonarsonur Herdísar Ásmundardóttur, systur Grettis (Sturlunga:29. ættskrá).17
Grettir Skeggjason og synir hans, Jósep og Þóroddur, em nefndir í Sturlu sögu
(Sturlunga:69, 81). Lind leitaði einnig í nafnaskrám að föðumöfnum og
kenninöfnum manna og fann að auki Jón Grettisson og Jórunni Grettisdóttur
(1905-1915:355, 1931:308).18 Jórunn er nefnd í Sturlu sögu sem fylgikona
prests, en Jón er einn þeirra sem dreymir fyrir Örlygsstaðabardaga í íslendinga
sögu (Sturlunga:82,426).
I Gautreks sögu er nefndur Grettir í kvæði sem Starkaður Stórvirksson
kveður um kappa Víkars Haraldssonar (Fornaldar sögur: 12) og í Sögubroti
af fomkonungum er nefndur Grettir rangi, sem einn af köppum Hrings
konungs sem komu af Þelamörk (ÍF XXXV:65).19 Þess má og geta að fyrsti
Grettir sem nefndur er í fombréfum er Grettir Jónsson sem kemur við tvö
bréf í Eyjafirði 1486 og 1488 (DI VI:562, 641), en einnig er nefndur Grettir,
sem var í Holti í Saurbæ veturinn 1482-1483, í bréfi frá 1496 (DI VII.-294).
I ljósi þess hve nafnið Grettir var lítið notað sem eiginnafn fram á 15. öld
er ástæða til að spyrja hvort Grettir Ásmundarson hafi í raun og vem heitið
Grettir. Halldór Kiljan Laxness (1946:286) dregur í efa að grettir hafi verið
notað sem mannsnafn á íslandi á miðöldum og Vésteinn Ólason (1993:144)
er einnig efins um raunverulegt nafn Grettis: „Nafn Grettis er nánast einstætt
áður en farið er að nefna menn eftir honum, og ef það er ekki upphaflega við-
umefni hans“. Var grettir einungis viðumefni Grettis eða auknefni? í Grettis
sögu em taldir upp þrír synir Ásmundar og Ásdísar: Atli, Grettir og Illugi
(Islendinga sögur:968, 1002). Eftirtektarvert er að enginn þeirra heitir Þor-
grímur eftir Þorgrími hærukolli föður Ásmundar eða Bárður eftir föður Ás-
dísar. Nafnahefðin var sterk og ættarvitundin einnig svo að það skýtur skökku
við að Ásmundur og Ásdís skyldu ekki eiga son að nafni Þorgrímur eða
Bárður. Auðvitað er hugsanlegt að þeir hafi verið til þótt þeir séu ekki nefnd-
16 Ófeigur grettir Önundarson er reyndar aðeins nefndur Grettir í Landnámu (ÍF1:199) og ættar-
tölunni í Bergsbók (sjá Johnsen og Jón Helgason 1941:1024), en Lind (1905-1915:355) telur
líklegra að gretlir hafi verið viðumefni hans.
17 Hún heitir Rannveig í Grettis sögu (Islendinga sögur.968).
18 Fyrmefndur Jósep Grettisson hefur reyndar farið fram hjá honum.
19 I Brávallarímum eftir Ama Böðvarsson er Grettir rangi ekki nefndur en ef til vill heitir hann
Geitir þar (Ámi Böðvarsson 1965:57, 129).