Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 299
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
297
hans curiositáts skyld bleff kaldet dend lærde“ (1978:197). Um hluti sem
þessa er sjaldan rætt í inngangi Einars Gunnars og mun algengara er æði
þröngt sjónarhom og smásæ efnistök.
Þetta tvennt veldur því líka að aldrei er lagt heildstætt mat á vinnuaðferðir
Jóns lærða. Doktorsefni margtekur fram í skýringum sínum að nú hafi Jón lík-
ast til skrifað „eftir minni“ (299, 349, 356, 357, 361, 364, 374, 397,428,434,
435). Ljóst er að Jón tapaði öllum bókum sínum þegar hann hrökklaðist úr
Strandasýslu eftir að hafa tekið málstað Spánverja sem drepnir vom með köldu
blóði við ísafjarðardjúp og í Dýrafirði haustið 1615. Þetta segir hann víða og í
Samantektum ber hann sig illa undan bókaskorti og handrita: „enn ec alldeilis
bokla/s“ (11:81). Jón bjó þá á Austfjörðum og hafði ekki úr miklu að moða við
vinnu sína, örfátækur og einangraður á versta stað upp á handrit. Brynjólfur
sendi honum spumingalista, en getur ekki verið að hann hafi sent honum hand-
rit líka, sem Jón svo notaði? Það má hugsanlega ráða af orðum Jóns „Enn her
a yðvaRe bok (fromi E(ðla) heRa)“ (11:81), sem doktorsefni telur að vísi til
uppskriftar Jóns eftir Uppsala-Eddu fyrir Brynjólf veturinn 1636-1637 (298,
372-373). Jón Helgason getur þess að Ármanns rímur sýni að Jón hafi „fátt
haft nýtilegt við að styðjast“ (1948:xiii), en Ólafur Halldórsson orðar.sömu
hugsun betur en nokkur annar þegar hann segir að frásögn Landnámu af för
Snæbjamar galta og Hrólfs rauðlenska til Gunnbjamarskerja sé í Grænlands-
annálum Jóns skrifuð „eítir minni af manni sem einhvem tíma hefur séð og les-
ið í Landnámu, en allt er komið í graut í hausnum á honum“ (1978:249-250).
Flest af því sem Jón lærði hefur úr öðmm ritum en Snorra Eddu er rakið
eftir minni manns sem mundi vel og lengi það sem hann heyrði og las, þótt vita-
skuld skolaðist eitt og annað til, en rúmum tveimur áratugum eftir að hann
samdi Grænlandsannál mundi hann textann „mikið til utanað“ (Ólafur Halldórs-
son 1978:277). í stað þess að hneykslast á því að Jón skuli hafa Yngvar víðförla
norskan en ekki sænskan (339), hefði doktorsefni átt að hafa þá vitneskju sem
komin er upp á yfirborðið um vinnulag Jóns til marks um menningarsögulegt
fyrirbæri og tengja við rannsóknir undanfarin ár á minnistækni samtímamanna
Jóns eða örlítið eldri á borð við Giordano Bmno á Ítalíu, sem Frances Yates
skrifaði um fyrir þrjátíu ámm í The Art ofMemory og margir hafa fylgt eftir.
Nýjung 3 eða kenning Einars Gunnars Péturssonar um glatað handrit
með liendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti, en uppskrift Asgeirs Jóns-
sonar senda til Stokkhólms frá Stangarlandi árið 1694. Sá hluti verksins, eins
konar inngangur að lýsingu á Sth papp 38 fol, er skilmerkilegur og lýsir því
hvemig Brynjólfur biskup lét séra Jón gera eintak eftir riti Jóns lærða. Þor-
móður Torfason eignaðist handritið og lét skrifara sinn Ásgeir gera eintak fyr-
ir Guðmund Ólafsson, starfsmann sænsku fomfræðastofnunarinnar í Uppsöl-
um (153-167). Ég hef ekkert við þá greinargerð að athuga og hún er frumleg.