Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 306
304
GRIPLA
Nú er ljóst, að þeir þrír skrifarar, Jón lærði, Jón Erlendsson í Villingaholti og
síðast Ásgeir Jónsson, hafa allir verið yfir meðallagi að vandvirkni. Þess er
vart að vænta að Jóni lærða hafi farið aftur í vandvirkni frá unga aldri þangað
til hann skrifaði fyrir Brynjólf, þótt megintilgangurinn hafi ekki verið að
skrifa nákvæmt Edduhandrit eins og nefnt er víða, t. d. (1:42, 273 og 288).
Vissulega væri gott, ef milliliðir væru færri, og B- og N-textamir sýna, að Á-
textinn er ekki fullkominn, en bærilega góður samt.
Alls ekki er hægt að vera sammála því sem segir (278): „aldrei má draga
ályktanir af sameiginlegum úrfellingum, ... þar sem úrfellingar þurfa ekki að
stafa frá forriti.“ Hér styð ég orð mín með dæmi úr Tíðfordnfi. Þar vantar
ofan af 3. bl. í handritinu AM 727 II 4to, sem virðist skemmt eftir bruna. Til
eru handrit, sem hafa textann á blaðinu heilan, og hafa því ekki verið skrifuð
upp eftir AM 727 II 4to, eftir að blaðið skertist. Varðveitt handrit Tíðfordrífs
hafa upphaf textans eftir eyðuna mismunandi, sem sannar að handritaflokkar
með sömu úrfellingum eru runnir frá sameiginlegu forriti. Einnig er rétt að
minna á, að þegar úrfellingar eru miklar eða mismiklar í sumum handritum
sama flokks, eins og í B-texta Smt, sanna þær skyldleika handrita flokksins.
Óhugsandi er að handrit, sem hafa textabút sem er upphaflegur í Smt, séu
skrifuð eftir handritum sem hafa hann ekki.
Þótt ég nefndi það hvergi í Edduritunum, sagði Jón Helgason prófessor í
Kaupmannahöfn mér fyrir löngu, að Eddutextinn í Smt væri sjálfstæður, þ. e.
ekki bein uppskrift af kunnu gömlu og varðveittu handriti Snorra-Eddu. Ég
trúði þessu lengi vel ekki, þótt ég sannfærðist um það að lokum. Tel ég að
flýtt hefði fyrir frágangi á texta ritsins ef ég hefði trúað orðum hans fyrr, sem
vitaskuld varð að sannreyna og það taldi ég mig gera. Mér finnst vera nokkur
ósamkvæmni í orðum 1. andmælanda þegar hann er fullviss um, að rétt sé, að
Jón lærði hafi haft glatað handrit með Eddukvæðum, þar sem einkum einn
nokkuð traustur lesháttur er því til sönnunar (1:428-^129 og 439). Aftur á móti
leggur hann ekki trúnað á marga leshætti í Smt og raktir eru (1:289-298) því
til sönnunar, að Jón lærði hafi notað glatað handrit að Snorra-Eddu.
Mikilvægt atriði til sönnunar því að Eddutexti Smt hafi ekki verið sjálf-
stæður telur 1. andmælandi (278-279) vera, að
óhugsandi er að til hafi verið skinnhandrit óháð öðrum með texta sem
var stundum sameiginlegur Konungsbók og Ormsbók, en stundum
Uppsalabók, þar sem hin síðast talda er svo frábrugðin öðrum handrit-
um að sennilegast er að hún stafi frá öðru eiginhandarriti höfundar,
kannski uppkasti ...
Ekki eru allir sammála um að Uppsalabók sé komin af öðru „eiginhandarriti"