Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 53
GRETTIR VONDUM VÆTTUM
51
grettistaki hefur einnig ákveðna merkingu, sbr. höggmynd Magnúsar Tómas-
sonar við Dvalarheimilið Höfða á Akranesi sem heitir Grettistak. í orðabók er
vísað á orðið grettishaf undir grettistak, en grettishaf er skýrt þannig: „stór,
stakur steinn (bjarg) sem Grettir Asmundarson er sagður hafa lyft eða hefði
getað loftað"27 og grettishlaup er skýrt sem „langt stökk“ (Ami Böðvarsson
1985:308).
Þegar dreifing grettistakanna um landið er skoðuð kemur í ljós að þau eru
ekkert síður á þeim slóðum sem sagan getur lítið um, en þar er hins vegar lítið
um önnur ömefni kennd við Gretti. I Vestur-Húnavatnssýslu eru mörg grett-
istök en jafnframt mörg annars konar ömefni kennd við Gretti. A Suðaustur-
landi, í Suður-Múlasýslu og Skaftafellssýslum, em 13 grettistök en aðeins tvö
önnur ömefni kennd við Gretti, Grettishjalli í Stöðvarfirði og Grettishaf í
Breiðdal. Einnig eru til a.m.k. tveir steinar eða klettar sem heita einungis
Grettir skv. upplýsingum frá Ömefnastofnun Islands.
Óvíst er hvort öll þessi grettistök eða önnur Grettisömefni séu kennd við
Gretti Ásmundarson þótt það sé líklegt í flestum tilvikum. Víst er þó að
Grettisgeil í Hreppum, sem einnig er nefnd Grettisgrófí handritum eða Hæls-
gróf(ÍF VII:23 nmgr., íslendinga sögur:963), er ekki kennd við Gretti held-
ur forföður hans Ófeig gretti Einarsson (IF VII:23, 376). Enn fremur er ólík-
legt að fjallið Grettir í Vestur-Skaftafellssýslu sé kennt við hann, en hins veg-
ar hefur ekki fundist skýring á nafngiftinni enn sem komið er.
E. H. Lind (1905-1915:356) nefnir tvö ömefni í Noregi, Grettisvík í Onsp
á Austfold, sem heitir nú Græsvik, og Grettesrudh sem kemur fyrir í bréfi frá
1462; ömefnið Grettesrudh er nú týnt en var í Fyrisdal á Þelamörk (sjá einnig
Rygh 1967:399, 1971:315). Lind telur þessi ömefni dregin af viðumefninu
grettir, en O. Rygh er efins um að Grettesrudh, sem einnig er skrifað „i Greft-
isrudi“ í bréfi frá 1453, sé kennt við Gretti (1967:399).
6. Spássíukrot í Grettluhandritum
Frá lokum 15. aldar fram á miðja 16. öld hefur Grettla varðveist í fjómm
handritum og einu broti. Eitt þessara handrita er geymt í Háskólabókasafninu
í Uppsölum og ber þar safnmarkið DG:10. Á spássíum á bl. 7v og 8r eru
skrifaðar eftirfarandi vísur við 16. kafla þegar Þorkell krafla og menn hans
áðu í Fljótstungu og Grettir drap Skeggja (sbr. Islendinga sögur.913). Guðni
27 Um Grettislak í Vatnsfirði segir í fomleifaskýrslu frá 1820 (Sveinbjöm Rafnsson 1983:427):
„En Grettirstak er nefndur steinn, hér í Vatnsfjardar Landarejgn, hann stendur á klöpp óhrær-
anlegur og mörghundmd Grettirum omedfærilegur."