Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 167
ERFILJÓÐ
165
1. VIÐAUKI
Erfiljóð séra Guðmundar Erlendssonar í Felli í Sléttuhlíð (um 1595-1670) eftir Ólaf
Jónsson, klausturhaldara á Möðruvöllum í Hörgárdal (d. 1621), hef ég aðeins fundið
í handritinu JS 232 4to, bl. 481 v-483v. Handritið geymir kvæðabók séra Guðmundar
Erlendssonar, „Gígju“. Séra Guðmundur hafði safnað kvæðum sínum í tvær bækur,
„Gígju" og „Fagraskóg". Þetta er eftirrit sem sonur hans, Skúli, hefur skrifað árið
1688. Bókin er innbundin í skinn, með spennslum úr málmi, 542 blöð. Gul marmara-
mynstruð blöð eru límd innan á kápu og saurblað er sams konar. A saurblaði verso eru
upphafsstafimir H.B. og B.J. og ennfremur nafnið Brynjólfur. Titilsíða er skreytt:
Andleg Gija edur hliodfære af Psalmum, Vijsum, Rijmum, kuædum og dæme
spgum ... Endurskrifud a Biamastodum I Vnadal af Skula Gudmundssyne
Anno 1688.
Handritið gaf Einar Jónsson, Lundi í Fljótum, konu sinni, Guðnýju Hjálmarsdótt-
ur, eftir orðum á bl. VII:
Þessa andlegu Gýu hliodfære a Ehru Verdug Heidurs kvinna Gudný Hiálmars
doottur hupria henne hefur Giefed hennar Gud Elskande og digdum prydde
Echtamadur Einar Jönsson a Lunde j Fliötum.
A saurblaði aftast stendur eftirfarandi: „Sá sem Bókina Bindur Askilur sier ad fá hana
lieda i kaupid ef hann langar og forgangs riett kaups ef fargad er. 1852. Jon Jons son,
Gaukstödum." Önnur erfiljóð í Gígju em: 1) Um Guðbrand Þorláksson biskup (um
1541-1627), bl. 44r-46r. Upphaf: „Dictar lofkvædi Davids son“. Það er einnig að
finna í eftirriti af kvæðabók Guðmundar í Lbs 1055 4to, bls. 248-251.2) Um Þorlák
Skúlason biskup (1597-1656), bl. 46r-47r. Upphaf: „Auvij, Auvij, vort auma lannd“.
Það er einnig að finna í Lbs 1055 4to, bls. 251-254. 3) Um Þórunni Benediktsdóttur
(d. 1628), konu Ólafs Jónssonar, bl. 385r-386v. Upphaf: „Mannord gott eg meina“.
Þetta erfiljóð er einnig varðveitt í Lbs 2388 4to. 4) Um Margréti Skúladóttur (d. 1638),
móður skáldsins, bl. 540r-542v. Upphaf: „Salömon vijse magtar madur“. Aftast í
handritinu eru nokkur kvæði sem Jón, sonur Guðmundar, einnig í Felli í Sléttuhlíð,
hefur ort. Þeirra á meðal er erfiljóð um Gísla Þorláksson biskup, bl. 532r-534v. Upp-
haf: „Nv bidium Gud ad náda oss“.
Fleiri erfdjóð, en eru í þessu handriti, eru til eftir Guðmund Erlendsson. I Lbs 2388
4to, bls. 13-14, er varðveitt erfdjóð hans eftir Bjöm Benediktsson (1561-1617) sýslu-
mann í Vaðlaþingi. Upphaf: „Firir andlát skal pngvan rnann." Bjöm var bróðir Þór-
unnar Benediktsdóttur og mágur Ólafs Jónssonar. I Lbs 1529 4to er kvæði sem séra
Guðmundur orti eftir konu sína, Guðrúnu Gunnarsdóttur. Upphaf: „Vil eg i Gudj glad-
ur“ bls. 20-24.37 Erfdjóð orti Guðmundur um Benedikt Pálsson (d. 1664) sem varð-
veitt er í IB 584 8vo og prentað í Tyrkjaráninu á Islandi 1627. Erfdjóð Guðmundar em
ekki varðveitt í eftirritum kvæðabókar hans í Lbs 271 4to eða JS 250 4to. Að lokum
em allmikil líkindi til þess að erfdjóð um Pál Guðbrandsson sýslumann í Lbs 2388
4to, bls. 17-20, sé ort af séra Guðmundi Erlendssyni (sjá skrá yfir erfdjóð hér á eftir).
17 Eitt erindi úr þessu kvæði er prentað í inngangi Gríms M. Helgasonar að Dæmisögum Esóps
í Ijóðum eftir Guðmund Erlendsson (1967:v).