Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 281
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
279
handarriti höfundar, kannski uppkasti; þar að auki er texti Uppsalabókar
stundum svo styttur og oft meiningarlaus að sjaldnast þykja lesbrigði hennar
annað en villur. Ég þekki ekki einn einasta leshátt í texta Jóns lærða sem get-
ur verið úr óháðu skinnhandriti, þar sem hin skinnhandritin, sem til eru, hafa
sameiginlega villu. Til dæmis er í formála Snorra orðið ‘höfuðtungur’, sem
útgefendur hafa talið ritvillu og ætti að standa höföingjar (Edda Snorra
Sturlusonar 1931:4.4). Sú villa (ef hún á að heita það) er í Ormsbók og Upp-
salabók og Trektarbók (greinina vantar í Konungsbók), og einnig hjá Jóni
lærða.
Á ýmsum stöðum í 5. kafla er rætt um lesbrigði frá skinnhandritum í
Samantektum, og segir t.d. (bls. 290) ,fíklegasta skýringin er sú að þessi
vidbót hafi verið eftir öðru handriti“, sem doktorsefni merkir O með stjömu,
þ.e.a.s. að það er ekki lengur til. Mér þykir trúlegt að það hafi aldrei verið til,
og að viðbótin stafi frá Jóni sjálfum eða misminni hans. Á öðrum stöðum (bls.
295) segir að tiltekið lesbrigði sé „mjög traust dæmi um sjálfstæði A“ (Á er
aðalhandrit Samantekta), en ekki er önnur ástæða til að álíta það en að texti
Jóns er öðruvísi en í skinnhandritunum. Það kemur oft fyrir að texti Jóns sé
lausleg uppskrift texta skinnhandrita og engin ástæða er til að halda að hann
sé nær texta Snorra en það sem stendur í öðrum uppskriftum. Ég held að
aldrei sé, eins og doktorsefni kemst að orði, „eðlilegast að líta svo á, að
textinn sé sjálfstæður, kominn af*0“ (bls. 297) eða: ,JSkynsamlegasta skýr-
ingin er, að forrit Smt hafi verið sjálfstæður texti, ekki kominn afneinu varð-
veittu handriti Eddu“ (bls. 297). Enn verra er þegar stendur: „Hér er ...
greinilega [eða augljóslega] sjálfstæður texti“ (bls. 294, 295). Satt að segja
bera margar klausur, sem hér er talið að séu úr *0, augljós merki máls
seytjándu aldar, og geta ekki verið úr fomu handriti (t.d. neðst á bls. 296:
„hversu þeir folsuþu frasagnir Troverskra tiþinda sem forðum giorðuz til
þess, at Landz folkit, þar þeir vom eðr foru, skylldu tma Þa Guðe vera“).
Þannig veit ég ekki hvemig hægt væri að nota texta Jóns lærða í útgáfu
Snorra Eddu, þó að doktorsefni skrifi (bls. 299): „Utgefendur Snorra-Eddu
munu hér eftir þurfa að taka tillit til texta Smt“. Auðvitað stendur á eftir: „ekki
verður reynt að gefa reglur um hvemig með skuli fara“, enda er það ekki
hægt. Þó að satt væri að lesbrigði Samantekta væm stundum úr óháðu hand-
riti, hefði texti þess verið svo illa ritaður að varla mundi nokkur útgefandi
vilja taka leshætti þess fram yfir varðveitt skinnhandrit.
Ég hef áður fjallað um texta Samantekta og komist að ýmsum niðurstöð-
um um uppruna hans. Ég tek það ekki mjög nærri mér þó að doktorsefni sé
ósammála (bls. 205-207) því sem ég skrifaði um NKS 1885 b 4to í útgáfu
Eddu Magnúsar Ólafssonar, og því sem ég skrifaði um texta Jóns lærða í
Griplu 1979. Ég er sjálfur ósammála því, og greinin var ekki skrifuð alveg í