Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 22
20
GRIPLA
ég get bent á um annars konar vettvangsdóm er skuldadómur sem Kolbeinn
ungi Amórsson lét heyja eftir Sighvat Sturluson dauðan árið 1239, þegar hann
lét dæma eignir Sighvats af örfum hans. Þessa dóms er getið tvisvar í Sturl-
ungu, bæði í Islendinga sögu og Þórðar sögu kakala, og virðist vera talin hæp-
in aðgerð réttarfarslega.49 Samt gengur ekki vel upp að gera ráð fyrir að Kol-
beinn hafi gripið til úrelts lagaákvæðis til að réttlæta yfirgang sinn og héraðs-
dómar hvergi verið til á Islandi nema í gömlum lagatextum. Til þess em þeir
nefndir helst til víða í Grágás. Meðal annars er gert ráð fyrir hreppadómi í
ákvæðum um verðlagseftirlit.50 En talið hefur verið, og virðist sennilegt, að
þessi ákvæði hafi ekki verið sett fyrr en á 13. öld.51 í öðm lagaákvæði sem
hefur verið talið frá því um 1200, um lögpundara og rangar álnir, er mælt fyrir
um að mál skuli sótt fyrir héraðsdómi.52 Loks kemur héraðsdómur fyrir í svo-
kallaðri skipan Sæmundar Ormssonar um almenning í Homafirði frá því um
1245. Ef menn guldu ekki viðurlög við brotum gegn skipaninni átti að sækja
þau mál í héraðsdómi.53 Allt þetta sýnir að héraðsdómar voru til fram á 13.
öld.
Að öðm leyti standa vettvangsdómamir norsku auðvitað nærri því sem er
kallað gerð á Islandi. Það sést kannski best á hugtakinu sáttardómur. Hér
hefur verið stungið upp á að telja sáttardóm til héraðsdóma, en Sigurður
Líndal leit á orðið sem samheiti við gerð.54
Það er þannig ekki nema í efri endann, í hlutverki lögréttunnar, sem vem-
legur munur verður á kerfinu í Gulaþingslögum og á íslandi. Taflan sýnir
hvemig má stilla upp saman sem næst hliðstæðum stofnunum í þessum réttar-
kerfum tveimur:
49 Sturlunga saga (1946), 1,440 (Islendinga saga, 140. kap.); II, 4 (Þórðar saga kakala, 2. kap.).
50 Grágás (1992), 151 (Festaþáttur, 62. kap.). — Sbr. Grágás Ib (1852), 73 (167. kap.).
51 Jón Jóhannesson (1956-58) I, 381. —Akvæðin eru ekki í Staðarhólsbók, og ég er ekki sann-
færður um að þetta hafi nokkum tímann verið annað en tilraun til lagasetningar. En það skiptir
ekki máli fyrir gildi þeirra sem heimildar um að hreppadómar haft verið til á síðari hluta þjóð-
veldisaldar.
52 íslenzkt fornbréfasafn I (1857-76), 311-14 (nr. 82). — Sbr. Grágás (1992), 189-90 (Um
fjárleigur, 53. kap.). — Grágás Ib (1852), 250 (Tillæg IV, 64. kap.). — Grágás II (1879), 212
(Um fjárleigur, efnisyfirlit), 263 (230. kap.).
53 íslenzkt fornbréfasafn I (1857-76), 537 (nr. 137).
54 Sigurður Líndal (1976), 230-31.