Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 292
290
GRIPLA
í fyrra tilvikinu er álitamál hvort band skuli leyst upp sem ‘ri’ eða ‘ir’. Eins
og fram kemur á bls. xliv er umrætt tákn (hlykkjótt strik ofan línu) notað fyr-
ir eftirfarandi hljóð og hljóðasambönd: ri, ir, di, id, i, igi, ik, il, itt og ui. Band-
ið eitt og sér sker því ekki úr um upplausnina. Hvað merkir þá umrætt vísuorð
með leshætti Finns? Því er ekki gott að svara, enda fékk Finnur ekki botn í það
sjálfur. í rímnaorðabók hans er einungis eitt dæmi um umrætt orð, þ.e. hriða
(sbr. 1926-28:185 — „sambærilegt" dæmi sem Svanhildur bendir á er reynd-
ar orðið hríð, sbr. sama heimild, bls. 186). Um það segir Finnur: „U V, 19 er
uforstáeligt, stár máskefor hrjóða, der dog ikke er synderlig godt, det skulde
bet. ‘nedlægge’.“ Lesháttur minn felur ekki einungis í sér merkingu með
stuðning af öðrum dæmum, samkvæmt rímorðabókinni (sbr. hirða: 1926-28:
171), heldur fær hann einnig stoð í leshætti AM Acc 22: ‘hirder’, svo sem fram
kemur í lesháttaskrá neðst á blaðsíðu 27 í útgáfu minni á Vargstökum. Merk-
ingin felst í því að menn hirða sverð sín að lokinni orrustu þeirri sem um
ræðir.
í síðara dæminu telur andmælandi minn að ég hafi farið óþarflega flókna
leið við lesturinn og gerir þá ráð fyrir að leið Finns, sem les ‘heim’ og leiðrétt-
ir í ‘hreinn’ sé einfaldari. Eg tel þó að mun skynsamlegra sé að lesa umrætt
orð (bandrétt: hel) ‘h<r)ei/m’ (hér læddist inn sú leiða villa að einungis seinna
n-ið var skáletrað í uppskrift minni). í AM 604 4to er alvanalegt að nefhljóðs-
bandið standi fyrir ////, svo sem um er rætt í nmgr. 58 og getur sú upplausn
ekki talist flókin, heldur sjálfsögð og í fullu samræmi við upplausn annarra
nefhljóðsbanda. Með tilliti til þess er eðlilegast að gera ráð fyrir að r hafi fall-
ið niður hjá skrifara eða verið óskýrt í forriti hans, enda fær leshátturinn
hreinn ekki einungis stuðning af rímorðinu steinn (120.1), heldur einnig AM
Acc 22 sem hefur ‘hreinn’.
Upplausn banda er enn til umræðu þegar andmælandi minn spyr hvort
bragarhætti Vargstakna sé „fómað á altari samræmis í frágangi“ (sbr. bls. 261).
í AM 604 h 4to er -ur endingin alla jafna falin í bandi. Sé hún hins vegar
stafsett, er stoðhljóðið u oftar en ekki skrifað og samkvæmt því er það prent-
að við upplausn banda í útgáfu Vargstakna. Hér hefur samræming við frágang
textans verið höfð að leiðarljósi, svo sem jafnan hefur tíðkast við útgáfu
miðaldarita. í útgáfu sinni á Islensku hómilíubókinni segir Andrea de Leeuw
van Weenen: „Abbreviations are as much as possible expanded to fixed rule,
even when this leads to a few irregular forms“ (1993:193). Þessi samræming
við upplausn banda á jafnt við um ritun stoðhljóðs og annarra hljóða/hljóða-
sambanda, hvort sem er við útgáfur texta í bundnu máli eða óbundnu, enda