Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 316
314
GRIPLA
Þegar Preben tók að leggja stund á íslensk eða norræn fræði var textafræð-
in allsráðandi á því sviði í dönskum háskólum, þótt bókmenntamenn styngju
stundum niður penna um íslendingasögur eða eddukvæði. Preben vildi fara
aðra leið, og það hefur sjálfsagt valdið því að hann gerðist ekki samverkamað-
ur Christian Westergárd-Nielsen á Vestnordisk institut í Arósum og átti ekki
heldur mikla samvinnu við Amstofnun í Kaupmannahöfn, að ég hygg. Árin
þrjú sem Preben gegndi rannsóknastöðu við miðaldastofu í nýstofnuðum há-
skóla í Óðinsvéum í þrjú ár í lok áttunda áratugarins voru honum án efa mik-
ilvæg. Þar var á því skeiði frjótt umhverfi og mikil áhersla lögð á fræði sprott-
in af rótum munnlegrar geymdar í samstarfi manna úr ýmsum greinum: þjóð-
sagnafræði, miðaldabókmenntum og sagnfræði.
Meðal fyrstu fræðiritgerða sem Preben birti, og sú fyrsta sem hann tekur
upp í greinaúrval sitt, At fortælle historien (2001), er „Sagan um Ingólf og
Hjörleif. Athugasemdir um söguskoðun íslendinga á seinni hluta þjóðveld-
isaldar", sem birtist í Skírni 1974. Þetta er athyglisverð grein, þar sem lagt er
út af ættfærslu Ingólfs og spurt hvað valdi stöðu frásagnar af landnámi hans í
Sturlubók Landnámu. Preben talar hér, eins og margir hafa gert síðan, um
„þörf íslendinga á miðöldum að skipa sjálfum sér, ætt sinni og samfélagi í
samhengi stærri heildar“. Hann talar þar líka um að hann ætli ekki að fella
neina dóma um sannleiksgildi landnámsfrásagnanna, og bætir við:
Öll sagnaritun, og þá ekki síst sagnaritun miðalda, felur í sér túlkun
ósamstæðs efniviðar. Og túlkun efnisins hlítir forsendum sagnaritarans
og lýsir samtíð hans engu síður en þeim tíma sem um er fjallað. Sagna-
ritin lýsa fyrst og fremst hugmyndum samtíðar um fortíðina, söguskoð-
un samtíðarinnar — en þau eru annað og meira en endurspeglun ríkj-
andi hugsunarháttar og félagslegra kringumstæðna samtíðarinnar, enda
þótt þau séu um leið hluti hugmyndafræði hennar. Fortíðin verður fyrst
og fremst forsenda og skýring þess sem er.
Þessi orð hefðu átt erindi til ýmissa fræðimanna, sem síðan hafa skrifað um ís-
lenskar fombókmenntir sem mannfræðilegar heimildir, og eru fyrirboði um
þau viðhorf sem Preben rökstuddi rækilega síðar. Þessi viðhorf búa undir
efnisskipan í fyrstu bók hans, handbókinni Saga og samfund. En indf0ring i
oldislandsk litteratur (1977). Þessi inngangur að íslenskum fombókmenntum
einkennist af ríkri áherslu á hið samfélagslega og menningarlega samhengi
bókmenntanna, og þar kemur skýrt fram íhuguð heildarsýn sem tekur mið af