Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 52
50
GRIPLA
(29) S S S S
Þegi þú, Frigg, þú ert Figrgyns mær
s s s
ok hefir æ vergÍQm verit,
Og þá verður fulllínan að síðlínu gagnvart þessari einu frumlínu. Og síðlínan
í (29) er greinanleg með þremur risum, líkt og þríkveðnar síðlínur í ferskeytlu.
Annað atriði sem skilur ljóðahátt frá fomyrðislagi er allsérkennilegt lög-
mál, sem ræður því að fulllínumar geta ekki endað hvemig sem er (sbr. Krist-
ján Ámason 1991/2000:53, Bugge 1879 og Sievers 1893:84). Það var Sophus
Bugge sem fyrstur benti á það á 19. öld að dæmigert niðurlag fulllínu í ljóða-
hætti er eins og í (30a), þar sem orðin em tvíkvæð með léttum atkvæðum, eða
eins og í (30b), þar sem um er að ræða einkvæð orð.
(30) a síns um freista/rawa (Hávamál 2,6)
þótt til kynnis komi (Hávamál 30,3)
skylit maðr þQrf þola (Hávamál 40,3)
b hvar skal sitia siál (Hávamál 2,3)
ok gialda gÍQf við g/Q/(Hávamál 42,3)
órir gestr við gest (Hávamál 32,6)
Þ.e. línur ljóðaháttar enda á orðmyndum eins og þola, gjgf og gest, en geta
hins vegar ekki endað á orðum eins og dæma eða randa, sem hafa þung eða
löng áhersluatkvæði. Þetta er því athyglisverðara að þessi þungu orð koma
mjög gjama í lok línu í fomyrðislagi, og svona þungt tvíkvætt orð er eina
leyfdega niðurlag dróttkvæðrar línu.
Andreas Heusler, sem aðhylltist tónræna greiningu á öllum germönskum
kveðskap, flokkaði þessa lokaliði ljóðaháttar sem sérstaka gerð bragtakta sem
hann kallaði stumpf, þ.e. stýfða (e.t.v. ‘kollótta’) (sbr. Heusler 1969:700 o.áfr.,
1956:146 o.áfr.).12 Og eðlilegt er að flokka línulokin í (30) saman og tala í öll-
um tilfellum um stýfingu.
Til að menn átti sig á því hvað hér er á ferðinni er nauðsynlegt að skýra
12 Heusler gerði ráð fyrir að taktur í edduháttum hefði fjögur slög, og að valfrelsi nkti um hversu
mörg slög væm fyllt með atkvæðum, og í stýfðum töktum vom það bara fyrstu tvö slögin sem
fengu „fyllingu", annað hvort af einu áhersluatkvæði eða tveimur léttum. Hann gerði sem sé,
eins og eðlilegt er, og margir hafa gert, ráð fyrir að ris gætu verið klofin þannig að tvö létt at-
kvæði jafngiltu einu þungu (sbr. t.d. Kristján Ámason 1991:56 o.áfr.).