Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 58
56
GRIPLA
að sjálfsögðu), og svo er tvíliðaparið endurtekið, og þá er kominn vísuhelm-
ingur, og svo er vísuhelmingurinn endurtekinn, og þá er komin heil vísa. Og
það sem að baki liggur er tónræna eða músíkalítet. Stílfærslan sem fylgir
vísnaskiptingunni gengur bara skrefi lengra í ljóðahætti, og þá ætti hann kann-
ski að vera að sama skapi ljóðrænni, og kannski er nafngiftin engin tilviljun.
9. Aðskilnaður ljóðrænu og frásagnar hjá norrænum mönnum
Meginatriðið í því sem hér er haldið fram er að edduhættimir, fomyrðislag og
ljóðaháttur, séu til komnir vegna þess að tónrænan sótti á. Sú tónræna sem þar
er á ferðinni byggir á endurtekningu eða margföldun með tveimur, og stund-
um er stýfingarmeðulum bætt við, þannig að út kemur symmetrískt form með
upphaf og endi, sem á veigamikla þætti sameiginlega með ferskeytluformi
rímnanna og tónlistarformum.
Hér í lokin skal ýjað að því að hægt sé að nota þessa niðurstöðu til að bæta
skilning á bókmenntasögunni og þróun íslenskra fombókmennta, þótt aðrir
séu auðvitað betur til þess fallnir að fjalla um það en sá sem hér heldur á
penna. Hin bókmenntasögulega hugmynd sem hér er varpað fram til umhugs-
unar er að um leið og sagnaprósinn íslenski þróaðist hafi kveðskapurinn orð-
ið músíkalskari; þetta tvennt hafí með öðmm orðum haldist í hendur.
Nauðsynlegt er í þessu sambandi að gera greinarmun á formi og hlutverki
(fúnksjón) allra texta, eins og formgerðarsinnar og fúnksjónalistar hafa gert.
Það á við um allar segðir og allan texta, að hægt er að skoða form þeirra ann-
ars vegar og hlutverk hins vegar; segðir hafa margskonar hlutverk, þær geta
verið fyrirskipanir, spumingar, óskir eða frásagnir. Og oft er tiltölulega einfalt
samband milli forms og hlutverks. Þannig hafa íslenskar spumarsetningar til-
tekin formeinkenni, t.d. viðsnúning orðai'aðar, og skipanir og frásagnir fylgja
öðmm formúlum.14 Hlutverk texta em af ýmsum toga, og Roman Jakobson
hefur flokkað þau í ýmsa undirflokka, svo sem eftir því hvort tilgangurinn er
að fræða, eða heilla þann sem talað er við. í bókmenntum vill hann greina á
milli þrenns konar hlutverka, milli lýrískrar, dramatískrar og epískrar fúnk-
sjónar, en þessi aðgreindu hlutverk em oft sögð samsvara hinum málfræðilegu
formdeildum: fyrstu, annarri og þriðju persónu. í grein sinni frá 1997 sem áð-
14
Stundum er reyndar teygt á sambandinu milli forms og hlutverks, eins og þegar segðir eins og:
Viltu rétta mér saltið?, sem að formi til er spuming er notuð sem ósk eða skipun, en þetta und-
irstrikar í raun nauðsyn þess að skilja milli forms og hlutverks eins og hér er lýst.