Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 250
248
GRIPLA
saga sé ung fomaldarsaga eða ævintýrafomaldarsaga frá 14. öld. En það má
líka spyrja eða setja spumingarmerki við það hvort rétt sé að láta yngri form
sögunnar frá 17., 18. og 19. öld tilheyra sömu tegund. Það er tími til kominn
að velta því fyrir sér í alvöru hvort nútímaheiti sem tekin em upp eftir Carl
Christian Rafn (1829-30) séu nógu opin og breytileg til að geta lýst þessum
textum, sem em svo ósamstæðir og breytilegir. Tillögur eins og tillaga Mari-
anne Kalinke um að afnema mörkin á milli riddarasagna og fomaldarsagna og
tillaga Torfa Tulinius um að nefna allar þessar sögur í heild rómönsur em
dæmi sem sýna að umræður um tegundargreiningu geta enn verið frjóar og
munu halda áfram (Kalinke 1985, 1990:7-15, Torfi H. Tulinius 1993).
Mér sýnist doktorsefnið hafa rétt fyrir sér þegar hún óskar eftir nákvæmari
og skýrari greiningu með tilliti til þeirrar sögu sem hún tekur fyrir. En mér
finnst að sl£k ósk geti líka verið svolítið hættuleg, ef hún verður til þess að ein-
falda hlutina um of. Þar með fullyrði ég ekki að greiningaraðferðin sé röng; ég
vek aðeins athygli á því að hún gæti verið of þröngsýn. Það kemur hér vel í
ljós að enn þarf mikilla rannsókna við til að komast að traustari niðurstöðum.
Fomaldarsögur eru einmitt kjörið dæmi til að fjalla um í sambandi við grein-
ingu miðaldabókmenntategunda. Það er einstaklega erfitt að ná tökum á þeim.
Þær em þess vegna flóknari en aðrar íslenskar sögur frá miðöldum. Ein ástæð-
an er sú að það má reikna fastlega með því að efnið og minnin í textunum séu
mismunandi gömul. Suma þessara texta má rekja til germanskrar, þ.e.a.s. norr-
ænnar menningar, eins og doktorsefnið bendir á (t.d. bls. cliv). Þeir em eins-
konar „goðsögulegar ævintýrasögur um forfeður norrænna manna“ (bls. clv)
og voru skráðar sem slíkar á 13. öld. Önnur tímabil sem skipta máli hér eru ís-
lenskar síðmiðaldir og tímabilið frá 17. öld til loka 19. aldar. Á þessu varð-
veislutímabili tóku textamir miklum breytingum, eins og Aðalheiður Guð-
mundsdóttir sýnir vel fram á. í fimmta kafla er þó ekki alltaf eins augljóst um
hvaða tímabil er verið að ræða og í 2., 3. og 4. kafla. Er t.d. í sambandi við
berserki og önnur minni verið að fjalla um hin óskráðu munnmæli eða tímann,
þegar frásagnimar voru skráðar í fyrsta skipti, um 16. eða 18. öld? Doktors-
efnið tekur reyndar fram (á bls. cxlv) að kaflinn fjalli um söguna eins og hún
er sögð í rímunum, elsta varðveisluforminu. Þó eru fullyrðingar hennar í
næstu köflum um aldur, t.d. í sambandi við bókmenntategundir, frásagnar-
gerðina, byggingu textans, en einnig um minnin (kafli 5.1.3.), ekki alltaf nógu
vel rökstuddar. Það hefði verið athyglisvert ef aðferðin sem var notuð með svo
góðum árangri við aldursgreiningu í kafla 2-4 hefði einnig verið notuð til að
greina innihald sögunnar eða hluta af því.