Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 7

Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 7
nærast saman á brauði lífsins og bikar blessunarinnar, orði fyrirgefningar, umhyggju, náðar, og þiggja þá blessun sem helgar lífið, daginn og veginn, annir og hvíld, gleði og raun. Þjóðkirkjan hefur djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og menningu, djúpar rætur sögu og hefðar, samfélags og trúar. Óg hún markar sín spor í líf þorra landsmanna. Þjóðkirkjanþarfnast endumýjunar, endumýjunar hins innra lífs. Við einblínum einatt á formin og skipulagið, byggingamar og fjármálin, en kirkja sem gleymir sér í því hefur misst sjónar á köllun sinni og ákvörðun. Sú ffeisting er sterk að kirkjan verði meir í takt við tímann og bergmáli slagorð samtímans í stað orðfæris trúarinnar. Og þó er orðfæri trúarinnar, bænin, orð Guðs, iðkunin, hið eina sem nærir, sefar, reisir og lífgar, orðið sem er ekki bergmál tíðarandans heldur ómur heimboðsins frá Kristi: Komið til mín! Fylg þú mér! Þjóðkirkjan þarf ekki að verða vinsælli, hún þarf að verða dýpri, heilli og hlú að iðkun hins heilaga og helgun lífsins og virka á þann hátt sem súrdeig, salt og Ijós í samtíðinni. Hún er hreyfmg í þágu lífsins. Af því að hún boðar trú sem blessar og reisir. Það er svo margt sem brýtur niður og sundrar. í miðdepli hinnar kristnu iðkunar og orðs er lind lífs og heilla. “Ríkið getur ekki trúað” - fullyrðir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í athyglisverðum leiðara nú fýrir skömmu og tilefnið er þingsályktunartillaga stærsta stjómarandstöðuflokksins á alþingi um endurskoðun stjómarskrárinnar og ákvæða hennar um þjóðkirkjuna. Yfirskriftin er hárrétt svo langt sem hún nær, enda fjallar ákvæði stjómarskrárinnar ekki um það. Að mínu mati fjallar það um viðurkenningu samfélagsins á hlutverki hinnar evangelisk lúthersku kirkju að þjóna landsmönnum öllum, þjóðinni allri, og stuðning og vemd ríkisvaldsins til þess að því hlutverki sé sinnt. Stjómarskrárákvæðið um þjóðkirkjunnar er líka skilgreining á þeim grunni gilda sem þjóðríkið byggir á. Það em gildi og viðmið sem svífa ekki í tómarúmi hugsjónanna, heldur er viðhaldið, ræktað og iðkað í samfélagi um trú og sið. Ríkið getur ekki trúað, en ríkisvaldið hlýtur með einhverjum hætti að láta sér umhugað um trú og sið landsmanna. Og evangelísk lúthersk kirkja getur ekki samþykkt það að vera lokaður klúbbur um andleg einkamálefhi. Hvað sem ákvæðum stjómarskrár líður þá vill hún og á að standa á hinu opinbera sviði, mitt í þorpinu, mitt í borginni, mitt í lífinu, en ekki á jaðrinum. Vegna þess að fagnaðarerindið er ekki aðeins svör við trúarlegum spumingum né mætir þröngum trúarlegum þörfum einum sér, það er tilboð um samfélag við Guð í önn og yndi daglegs lífs, og áhrif hans anda og orðs á samfélag, menningu og þjóðlíf. Ég hef hvatt til þess að Þjóðkirkjan faki þátt í umræðunni um samband ríkis og kirkju af einurð. Ég leyfði mér að nota sterk orð þar um á kirkjuþingi í fyrra. Ég vildi með því hrista upp í umræðunni og vekja til umhugsunar um það við hvað er átt þegar kallað er eftir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan verður að vera viðbúin ef svo færi að þau viðhorf sem síendurteknar skoðanakannanir lýsa í þeim efnum knýja stjómvöld til að bregðast við. Ég hef tekið saman greinargerð um fýrirkomulag samskipta ríkis og kirkju í Evrópu og liggur sú greinargerð hér frammi. Ljóst er að þetta er fráleitt einfalt mál. Margvísleg tilbrigði em í þessum efnum, en víst að nánast alls staðar er um löggjöf að ræða um samskipti og ijárhagslega hagsmuni. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.