Gerðir kirkjuþings - 2003, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 2003, Side 10
Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra Björns Bjarnasonar Samband ríkis og kirkju Við upphaf kirkjuþings í Grensáskirkju, 19. október, 2003. Mér er heiður að ávarpa kirkjuþing við upphaf þess. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann fellur mér í skaut, því að fyrir átta árum, hinn 17. október 1995, hljóp ég í skarðið fyrir þáverandi kirkjumálaráðherra, Þorstein Pálsson, og stóð þá í þessum sömu sporum. Þótt síðan sé ekki langur tími liðin, hafa orðið þáttaskil í samskiptmn ríkis og kirkju á þessum átta árum. Kirkjan hefur öðlast meira sjálfstæði ffá ríkisvaldinu sem Þjóðkirkja en almennt tíðkast í nágrannalöndum okkar. Hefur tekist á farsælan hátt að skapa þjóðkirkjunni nýtt starfsumhverfi og heyrist engin rödd um, að snúa eigi klukkunni til baka. Umræður um samskipti ríkis og kirkju hníga til allt annarrar áttar og eru meira á stjómmálavettvangi en áður hefur verið. Meðal fyrstu spuminga til mín, eftir að ég settist í núverandi embætti mitt síðastliðið vor, var, hvort ég vildi, að Þjóðkirkjan hyrfi úr sögunni. Ég kvað svo ekki vera, enda ekki á stefhuskrá ríkisstjómarinnar, í ræðunni á kirkjuþingi fyrir átta árum minnti ég meðal annars á, að þá hefðu móðurmálskennarar nýlega skorað á yfirvöld kirkju og menntamála að auka kennslu byggða á Biblíunni til að efla skilning nemenda á bókmenntum og móðurmálinu. Sá maður, sem hefði ekki öðlast þekkingu á sögum Biblíunnar eða táknum trúarinnar, færi á mis við margt í bókmenntum, húsagerðarlist, myndlist og kvikmyndum. Væri ástæða fýrir kirkjuna að auka upplýsingamiðlun um þessa lykla að leyndardómum margra stórbrotinna listaverka. Til þess mætti nota þann miðil, sem ríkið ræki til að leggja rækt við menningararfmn, Ríkisútvarpið. Hlutur þess í þágu kirkjunnar hefði jafnan verið mikill. Vöktu þessi orð mín hvorki umræður né athygli á þeim tíma en fýrir nokkru dreifði Siðmennt - félag um borgaralegar athafnir stefnu sinni í litlum bæklingi til alþingismanna. Þar er meðal arrnars fundið að þessum ummælum um hlut Ríkisútvarpsins í þágu kirkjunnar, telur félagið þau "afar óviðeigandi og í andstöðu við lög um Ríkisútvarpið" eins og segir í bæklingnum. Þetta litla dæmi á að beina athygli okkar, góðir kirkjuþingsmenn, að miklu stærra viðfangsefni, það er vaxandi þunga í þeim málflutningi, að í raun sé það skerðing á manníéttindum, að við Islendingar búum við ákvæði í stjómarskrá okkar, þar sem segir, að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera Þjóðkirkja á Islandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vemda. Samkvæmt stjómarskránni getur alþingi breytt þessu ákvæði með lögum, enda fari síðan fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tveir alþingismenn Guðjón A. Kristjánsson, formaður Fijálslynda flokksins, og Þuríður Backman, þingmaður vinstri/grænna, hafa flutt að nýju frumvarp til laga um breytingu á kirkjuskipan ríkisins og er efni þess lýst þannig, að frumvarpið feli í sér, að öllum trúfélögum skuli gert jafhhátt undir höfði og í samræmi við það skuli stefiat 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.