Gerðir kirkjuþings - 2003, Page 13
"Fyrir þúsund árum trúlofaðist Alþingi íslendinga kristinni kirkju á Þingvöllum. Það
var gæfuspor. Löggjafarþingið og Þjóðkirkjan hafa síðan haldist í hendur. Þetta
samstarf er partur af okkar þjóðskipulagi og menningu."
Góðir kirkjuþingsmenn!
Meira fyrirheit um gott samband felst í því að trúlofast en skilja að borði og sæng.
Fyrir þingi ykkar liggur tillaga að stefnumótun og starfsáherslum þjóðkirkjunnar fyrir
árin 2004 til 2010. Er ljóst, að mikil vinna og hugsun býr að baki þessu skjali, þegar
svo margir eru virkjaðir til samstarfs og raun hefur orðið. Er mikils virði, að á vegum
þjóðkirkjunnar séu grunngildi hennar skerpt í því skyni að auðvelda útbreiðslu
boðskaps kirkjunnar í orði og verki. Samtíminn verður betri færist hann nær kirkjunni
og stefnu hennar, sem mótuð var fyrir 2000 árum.
Athygli mín beindist að þriðja hluta skjalsins, þar sem rætt er um skipulag
þjóðkirkjunnar. Er ég sammála því markmiði, sem þar er sett, að skipulagið tryggi
framkvæmd stefnu kirkjunnar og virkni í starfi hennar, stuðli að einingu og
stöðugleika, en sé jafnframt réttlátt, trúverðugt og sveigjanlegt. Stjómskipulag
kirkjunnar sýni á skýran hátt ábyrgð og boðleiðir.
Meðal verkefha á þessu sviði er nefnt, að einfalda skuli löggjöf um kirkjuna og setja
ein heildarlög auk þess að einfalda reglugerðir og starfsreglur.
I glænýju lagasafiii okkar em á milli tuttugu og þrjátíu lagabálkar um kirkjuleg efni og
hinn elsti úr kristinrétti Áma biskups Þorlákssonar frá 1275, og er hann því eldri en
sjálf Jónsbók. Þar er í 11. grein fjallað um forræði biskups á kirkjum og eignum þeirra
og segir: Landeigandi er skyldr at láta gera kirkju á bæ sínum, hverr sem fýrr lét gera.
... í 12. grein segir um kirkjuvígslu: Vígja skal kirkju síðan er ger er ... En ef kirkja
brenn upp eða annars kostar spillist, svá at niðr fellr öll eða meiri hlutr, þá skal vígja
endrgerva kirkju. En þó at kirkjuráf brenni upp, funi ok niðr falli lítill hlutr af
veggjum, þá skal eigi vígja endrbætta kirkju. ...
Lagasafnið yrði bragðminna, ef slíkir textar hyrfu. Hvað sem því líður er ég
reiðubúinn að fela embættismanni í ráðuneytinu að ganga til þess verks með þeim,
sem Þjóðkirkjan tilnefnir, að huga að gerð heildarlaga um kirkjuna og einfalda
reglugerðir og starfsreglur hennar.
Forveri minn á ráðherrastóli frú Sólveig Pétursdóttir svaraði á alþingi síðastliðinn
vetur fyrirspum um það, hvað þyrfti að breytast í stjómskipan, lögum og
reglugerðum, ef kæmi til aðskilnaðar ríkis og kirkju.
Fyrir utan ákvæðið í 62. grein stjómarskrárinnar, sem ég hef áður nefnt, benti hún
meðal annars á, að þá yrðu lög um sóknargjöld, jöfnunarsjóð sókna, kirkjumálasjóð
og fleiri atriði fjárhagslegs eðlis felld niður. Breyta yrði samningum ríkis og kirkju um
eignir þjóðkirkjunnar, en þar vegur þyngst samningurinn frá 10. janúar 1997 um að
gegn því að kirkjujarðir renni til ríkisins skuli greidd laun umsamins fjölda presta úr
ríkissjóði.
Hin íjárhagslegu tengsl ríkis og þjóðkirkju em ýmsum þymir í augum. Þau byggjast
hins vegar á skýrum málefnalegum forsendum. Á sambærilegum forsendum þarf að
11