Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 15

Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 15
Ávarp forseta Kirkjuþings Jóns Helgasonar Ég vil bjóða alla fulltrúa og gesti velkomna til Kirkjuþings árið 2003. Við setningu þessa Kirkjuþings bíða okkar á næstu dögum mikilvæg og vandasöm verkefiii, þar sem hæst ber tillöguna að stefnumótun Þjóðkirkjunnar. í samræmi við ályktun síðasta Kirkjuþings hefur Kirkjuráð og Biskupsstofa lagt umfangsmikla og vandaða vinnu í undirbúning þeirrar tillögu með hinum ágæta árangri og fengið þar til liðs við sig mikinn fjölda fólks. Vil ég færa kærar þakkir Kirkjuþings öllum þeim mörgu, sem að því verki hafa komið, um leið og ég vil þakka biskupi og Kirkjuráði fyrir ágætt samstarf ffá síðasta Kirkjuþingi eins og jafnan áður. í tillögunni um stefiiumótunina er sett fram með markvissum og skýrum hætti meginstefna Þjóðkirkjunnar og framtíðarsýn. Fulltrúar Kdrkjuþings hafa á síðustu vikum átt þess kost að fara yfir tillöguna og íhuga efni hennar. Erum við því betur í stakk búin til að breyta því, sem nefndum Kirkjuþings kann að sýnast, eftir ítarlega yfirvegun og samráð, að færa megi til betri vegar. Jafnffamt ber okkur að koma með góð ráð og leiðbeiningar í nefndaráliti um allt það sem okkur sýnist að geti stuðlað að ffamkvæmd og áhrifum einstakra greina og tillögunnar í heild, en í henni má fmna einhvem stað flestu því, sem kirkjuna varðar. Engu að síður er samt ljóst, að það verður tilhlökkunarefni fýrir næstu Kirkjuþing að ijalla nánar um umfangsmestu atriði tillögunnar til að styrkja ffamgang þeirra í samræmi við áætlun, sem drög hafa verið gerð að. ■ Sú staðreynd má þó ekki verða til að draga úr því, að þegar í stað að loknu -Kirkjuþingi verði hafist handa við að herða róðurinn við að hrinda af stað átaki á þeim sviðum, þar sem þörfm er brýnust að auka áhrifamátt boðskapar kirkjunnar. I þessu sambandi virðist hún sannarlega eiga fullan rétt á sér staðhæfmgin, sem oft er gripið til við slíkar aðstæður, að sú þörf sé brýnni nú en áður. Þar má benda á, að í stað þess að reynt sé að fýlgja hinum einfalda ffiðarboðskapar kirkjunnar í alþjóðasamskiptum, er þar alltof ráðandi hin miskunnarlausa hefndarstefna, þar sem púkamir á fjósbitum vopnaframleiðendanna og annarra slíkra kynda undir og fitna á hinni óseðjandi græðgi. Því miður blasir öfugþróunin einnig við þegar við lítum okkur nær. Daglega glymja í eymn síendurteknar ffásagnir af mannlegum vandamálum einstaklinga og hópa hérlendis, þrátt fýrir fréttimar af vaxandi velmegun þjóðarinnar. Þó að settar séu ffam ábendingar um leiðir til að draga úr skaða þess harmleiks og gerðar kröfur um að stjómvöld eða bara einhverjir aðrir glími við afleiðingamar og vinni bug á þeim, þá heldur áfram að síga á ógæfuhliðina. Með tillögunni um stefnu og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar er verið að reyna að opna augu sem flestra fýrir því, hvemig handleiðsla kristinnar trúar er það haldreipi fýrir okkur öll, sem nauðsynlegt er að geta stuðst við og treyst á. Það veitir sannarlega ekki af að fýlgja beri fyrirmynd miskunnsama Samverjans til vamar og sóknar gegn yfirþyrmandi ofbeldi, sem fjölmiðlamir hamra látlaust á, og þá ekki síst í holskeflu afþreyingarefnis fyrir böm og unglinga, með þeim hörmulegu afleiðingum, sem sú innræting hefur í för með sér. Við þurfum að leita eftir hlýju og sannri gleði hins 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.