Gerðir kirkjuþings - 2003, Qupperneq 19
Skýrsla Kirkjuráðs
1. mál
I. Inngangur
Nýtt Kirkjuráð var kjörið til íjögurra ára á Kirkjuþingi 2002. Kosning fór þannig að
sr. Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli og prófastur
Skagafjarðarprófastsdæmis var kjörin að nýju, en hún sat í fráfarandi Kirkjuráði. Þrír
nýir Kirkjuráðsmenn voru kjömir, þeir sr. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í
Holtsprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi, Jóhann E. Bjömsson fýrrverandi forstjóri,
Reykjavík og Sigríður M. Jóhannsdóttir, hverfisstjóri heimaþjónustu Akureyrarbæjar,
Akureyri. Allir Kirkjuráðsmenn sitja á Kirkjuþingi. Ur Kirkjuráði gengu dr.
Guðmundur K. Magnússon prófessor, sr. Efreinn Hjartarson, fýrrverandi sóknarprestur
í Fellaprestakalli og dr. Hallgrímur Magnússon læknir. I námsleyfi sr. Döllu sat sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, varamaður hennar fundi Kirkjuráðs í mars og apríl 2003.
Nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, Bjöm Bjamason alþingismaður og borgarfulltrúi
tók við ráðherradómi að afloknum kosningum og stjómarmyndun í vor. Kirkjuráð
væntir góðs samstarfs við ráðherra hér eftir sem hingað til.
Kosið var til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi á fyrri hluta ársins. Sr. Jón
Aðalsteinn Baldvinsson, var skipaður vígslubiskup í Hólaumdæmi af forseta íslands
að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra, en atkvæði höfðu fallið jafnt. Hann var
vígður til embættisins í Hóladómkirkju við upphaf Prestastefnu, þann 22. júní 2003.
II. Störf Kirkjuráðs
Kirkjuráð hefur haldið ellefu fundi frá Kirkjuþingi 2002. Fundimir vora yfirleitt
haldnir á Biskupsstofu. Einnig fundaði Kirkjuráð í Skálholti og á Löngumýri í
Skagafirði.
Forseti Kirkjuþings, Jón Helgason hefur setið marga fundi Kirkjuráðs, einkum þegar
málefni Kirkjuþings era til umfjöllunar. Þá hefur varaforseti Hulda Guðmundsdóttir
setið nokkra kirkjuráðsfundi á tímabilinu. Vígslubiskupar og formenn fastra
þingnefnda Kirkjuþings 2002 sátu fund ráðsins í september þegar málaskrá og
tilhögun og skipulag þingstarfa Kirkjuþings 2002 var rætt. Vígslubiskup í Skálholti
hefur setið fundi ráðsins þegar íjallað hefur verið um málefni Skálholtsstaðar.
Á fund Kirkjuráðs kom stjóm Prestssetrasjóðs til að ræða málefni sjóðsins, formaður
Kirkjugarðasambands Islands, ásamt framkvæmdastjóra Kirkjugarðaráðs og einum
fulltrúa í Kirkjugarðaráði, til að kynna skýrslu um gjaldalíkan fyrir kirkjugarða og
nauðsynlegar lagabreytingar í því sambandi og formaður Löngumýramefndar ásamt
forstöðumanni til að ræða málefhi Löngumýrar, en þar hafa staðið y-fir miklar
framkvæmdir. Þá kom stjóm Leikmannaskólans á fund Kirkjuráðs til að kynna
hugmyndir að endurskoðun fræðslumála kirkjunnar. Kirkjuráð heimsótti
Strandarkirkju í Selvogi og ræddi við Strandarkirkjunefnd og sóknamefnd
Strandarsóknar.
Kirkjuráð bauð allsheijamefnd Alþingis í heimsókn á Biskupsstofú þann 25.
september sl. Staða og störf Þjóðkirkjunnar voru til umræðu og helstu málefni sem
17