Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 49
6.2 Verkefni
o Við viljum leita uppi og styðja með virkum hætti hópa eða einstaklinga í hverri
sókn sem skortir stuðning og samfélag en njóta ekki sérþjónustu kirkjunnar.
Þessir hópar eru meðal annars:
o Einstæðingar,
o Einstæðir foreldrar,
o Langveikir og aðstandendur þeirra,
o Fólk sem þarfnast áfallahjálpar,
o Þolendur eineltis,
. o Fólk sem glímir við misnotkun vímueína og afleiðingar hennar.
o Við viljum efla kærleiksþjónustu í samstarfi við aðra er beinist að öldruðum,
einmana og sjúkum, meðal annars með því að:
o Virkja söfhuðinn í heimsóknarþjónustu og þjálfa sjálfboðaliða,
o Styrkja stöðu sálgæslunnar innan sjúkrastofhana og hjúkrunarheimila.
o Við viljum styðja við og efla sálgæslu og leggja áherslu á:
o Stuðning við syrgjendur,
. o Ungar fjölskyldur og bamafólk,
o Hjón og fólk í sambúð.
o Við viljum efla vitund safnaða um hjálparstarf og kristniboð og ábyrgðþeirra
á því með því að:
o Leggja áherslu á að gefa af tíma sínum og fjármunum í þágu starfsins,
o Sóknir taki að sér einstök verkefni hérlendis eða erlendis,
o Sóknir sinni fjárhagsaðstoð við fátæka í samstarfi við aðra sem að því
koma.
7. Fræðsla
Þau ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænimar. (Post 2:42)
Með fræðslu er hér átt við það fræðslustarf sem unnið er í söfnuðum kirkjunnar sem
og skipulagningu fræðslumála og útgáfustarfsemi í tengslum við þau.
7.1 Markmið
Fræðsla kirkjunnar hefur það að markmiði að styrkja hvert og eitt okkar til þess að
öðlast dýpri skilning á kristinni trú og þroskast sem manneskjur. Við viljum að
fræðslan sé heildstæð og nái til fólks á öllum æviskeiðum. Við viljum horfa
sérstaklega til þeirra sem ala upp komandi kynslóðir og styðja þau í því verki að koma
bömum til manns í trú, von og kærleika.
47