Gerðir kirkjuþings - 2003, Qupperneq 51
8. Menning
Með menningu er átt viðþað starf Þjóðkirkjunnar er snýr að menningar- og
listviðburðum en einnigþað hlutverk hennar að sinna varðveislu og viðhaldi
menningarverðmæta.
8.1 Markmið
Kirkjan er hluti af menningu þjóðarinnar. Hún hefur átt þátt í varðveislu íslenskrar
tungu með þýðingu á Biblíunni og reglulegum flutningi trúarlegra texta. Hún sinnir
öflugu tónlistarstarfi og nýsköpun á því sviði, í ríkri sönghefð og innlendum og
erlendum sálmaarfi. Með varðveislu og viðhaldi gamalla kirkna, kirkjustaða og
kirkjumuna og með nýbyggingum kirkna og nýsköpun í kirkjulist leggur hún skerf til
menningarsögunnar.. Þannig vill Þjóðkirkjan nýta menningu og listir til að koma á
framfæri boðskap sínum og virkja og hvetja listamenn til samstarfs.
8.2 Verkefni
o Við viljum styðja og efla menningarstarf á kristnum grunni í kirkjunni, meðal
annars með því að
o Styðja við tónlistarstarf og tónleikahald í kirkjum og söfnuðum,
o Stuðla að og standa fýrir listviðburðum á kirkjulegum vettvangi,
o Hvetja til listflutnings í helgihaldi, svo sem leiklistar,
o Vekja athygli á listviðburðum sem tengjast kristinni trú
o Við viljum stuðla að varðveislu íslensks menningar- og tríiararfs í samvinnu
við stofnanir og aðra er sinna þeim málum. Hér er meðal annars átt við:
o Friðaðar kirkjur og bænahús,
o Minningarmörk,
o Fomleifar sem snerta sögu kirkju og kristni,
o Fomar réttarheimildir í kirkjulögum.
o Við viljum styðja við menningartengda ferðaþjónustu sem tengist kirkjunni,
meðal annars
o Helgihald á sögufrægum stöðum,
o Pílagrímagöngur.
9. Samkirkjustarf
Með samkirkjustarfi er átt við samstarf Þjóðkirkjunnar við önnur kristin trúfélög
hérlendis og erlendis, þátttöku í alþjóðlegu starfi kirknasamtaka og samstarf við
trúfélög sem ekki eru kristin.
9.1 Markmið
Þjóðkirkjan vill efla samstarf við aðrar kristnar kirkjur, hérlendis og erlendis og vinna
markvisst með öðrum trúfélögum að því að auka skilning, velvild og virðingu milli
þeirra.
49