Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 86

Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 86
Sóknarprestinum á Kálfafellsstað verði falin stoðþjónusta í Bjamanesprestakalli. Sóknarprestinum í Hraungerði verði falin stoðþjónusta í Selfossprestakalli. Sóknarprestinum í Saurbæ á Hvalfj arðarströnd verði falin stoðþjónusta í Garðarprestakalli á Akranesi. Sóknarprestinum í Bolungarvík verði falin stoðþjónusta í ísafjarðarprestakalli. Sóknarprestinum í Glaumbæ verði falin stoðþjónusta á Sauðárkróki. Sóknarpresturinn í Hrísey taki að sér starfsskyldur á héraðsvísu. Sóknarprestinum á Grenjaðarstað verði falin stoðþjónusta í Húsavíkurprestakalli. Áður en starfsreglum um sóknir, prestaköll og prófastsdæmi er breytt þurfa hlutaðeigandi aðilar að fjalla um málið. Samkvæmt 3. gr. starfsreglna nr. 731/1998 eiga sóknir viðkomandi prestakalla að fjalla um þessar hugmyndir og gera grein fyrir þeim afleiðingum, sem breytingamar hafa. Héraðsfundir taka málefnin svo til umfjöllunar og afgreiðslu og að því búnu biskupafundurinn, sem leggur tillögur sínar fyrir kirkjuþing 2004. Miðað er við að þessar breytingar taki síðan gildi svo greiðlega sem tök em á. I tillögunum er tekið tillit til tillagna, sem biskupafundur leggur fyrir Kirkjuþing 2003 um breytingar á prestakallaskipaninni, og sleppt að minnast á þær breytingar, sem þar em lagðar til. í ofangreindum tillögum er ekki varpað fram hugmyndum um ný prestsembætti, sem hægt væri að stofna til, nái þessar tillögur fram að ganga, enda er eðlilegt að biskupa- fundur og hlutaðeigandi aðilar á hveijum stað móti tillögur um hvar sé brýnust þörfin á að auka prestsþjónustu með fjölgun sóknarpresta, presta eða sérþjónustupresta. Ennfremur þyrfti í framhaldinu að huga að skipan prófastsdæma þar sem Skaftafells- prófastsdæmi, Rangárvallaprófastsdæmi og Barðastrandarprófastdæmi em frekar litlar einingar. Athugasemdir við einstaka liði: l.gr. 1. Múlaprófastsdæmi Skeggjastaðaprestakall er einungis ein sókn með 138 íbúa (gjaldendur, það er 16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni em 89). Hofsprestakall nær yfir tvær sóknir og er íbúafjöldinn 762 manns (gjaldendur, það er 16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni em 562). Frá Vopnafirði að Bakkafirði em 35 km. Stærð hins sameinaða prestakalls er vel innan viðmiðunarmarka og því er lögð til sameining. Um Skaftafellsprófastsdæmi I Kálfafellsstaðarprestakalli búa vissulega ekki nema 284 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni em 195). í Bjamamesprestakalli búa hins vegar 2048 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni em 1368). Frá Höfft að kirkjunni að Hofi, sem er vestasta kirkjan í Kálfafellsstaðarprestakaíli, em um 115 km. Frá Höfn að Kirkju-bæjarklaustri em 201 km en frá Höfn að Djúpavogi em 103 km. Vegalengdir á svæðinu era það miklar að nauðsynlegt er að staðsetja tvo presta þama. Þess vegna er ekki gerð tillaga um sameiningu en lagt til í almennum athugasemdum að presturinn á Kálfafellsstað sinni stoðþjónustu á Höfn. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.