Gerðir kirkjuþings - 2003, Side 93

Gerðir kirkjuþings - 2003, Side 93
VI. Kröfur Kirkjugarðasambands íslands (KGSÍ) um hækkun á fjárveitingum til kirkjugarða og leiðir sem komu til álita í því sambandi. Á árinu 2000 bar KGSI sig illa undan bágborinni fjárhagsstöðu kirkjugarðanna, sem hafi stafað að skerðingu sem hafi dunið á tekjum þeirra. Tilgreint var í bréfi til sóknamefnda og presta að skerðingin hafi numið rúmlega 40% á tímabilinu 1990 til 1996. Sams konar fullyrðingar komu ffam í fféttabréfi sambandsins og í erindum til fjárlaganefiidar. I bréfi KGSI til dómsmálaráðherra, dags. 9. mars 2000, var óskað eftir fundi um þessar skerðingar. I skýrslum sem ríkisendurskoðun tekur saman samkvæmt ársreikningum kirkjugarða var fjárhagsstaða kirkjugarða í heild ekki mjög bágborin eða komin í þrot eins og ætla mætti af málflutningi KGSI. Þvert á móti hefur hagnaður kirkjugarða verið upp undir 15% af tekjum árin 1999-2000. Hins vegar er staða garðanna mismunandi og jafnvel neikvæð víða á landsbyggðinni, einkanlega á minni stöðum. Þetta skýrist að hluta til af stærðarhagkvæmni. Eins eru margir garðar á landsbyggðinni tiltölulega stórir og viðhaldsþurfi, þótt sóknimar þar séu í dag orðnar afar fámennar, og einstaklingar 16 ára og eldri langtum færri en á ámm áður. í ljósi þessa má segja að fullt tilefni hafi verið til að skoða hvort ekki kunni að vera heppilegri grundvöllur fyrir innbyrðis skiptingu fjárveitingarinnar milli garðanna. Þann 9. nóvember 2000 kom ffam hjá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fundi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu með stjóm KGSÍ að til álita gæti komið að setja kirkjugarða á fjárlög og nema úr gildi hina lögboðnu hækkun milli ára sem tekur mið af hækkun meðaltekjuskattstofns einstaklinga. í staðinn gæti komið vanaleg fjárveiting í fjárlögum sem fjallað væri um út frá útgjaldaþörf skv. rekstraráætlun kirkjugarða og sem hækki milli ára miðað við launa- og verðlagsforsendur fjárlaga á sama hátt og tíðkast um flesta aðila sem fjármagnaðir eru úr ríkissjóði. Var m.a. bent á að kirkjugarðsgjaldið hækkar í réttu hlutfalli við laun, en launakostnaður kirkjugarða sé um 2/3 hluti í rekstri þeirra, og þar sem launahækkun sé meiri en almenn verðlagsþróun, þá hafi garðamir haft af þessu nokkum ávinning. Einnig stangist þetta fjármögnunarfýrirkomulag á við útgjaldastýringu með rammafjárlögum og sé ósveigjanlegt gagnvart breytingum stjómvalda á hverjum tíma eða tímabundnum útgjaldahreyfmgum hjá kirkjugörðum, t.d. vegna stærri framkvæmda. Fulltrúar KGSI drógu ekki dul á áhyggjur sínar og bentu m.a. á að staðfest hefði verið í tveimur skýrslum, sem samdar hafa verið með fulltrúum fjármála- og dóms- og kirkjumálaráðuneyta á undanfomum ámm, að tekjur garðanna dygðu ekki til að sinna lögboðnum verkefhum þeirra. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins benti á aðra fjármögnunarleið sem kæmi til álita og fælist í því að breyta reikniviðmiðum fyrir framlaginu þannig að við árlegar breytingar væri gengið út frá fjölda grafa í umhirðu og greftrana. Það ætti að endurspegla betur útgjaldaþróunina hjá görðunum. Framlagið tæki síðan hækkun skv. launa- og verðlagsforsendum fjárlaga. Niðurstaða fundarins var sú að KGSÍ kvaðst mundu á næstu misserum taka til athugunar og fara vel ofan í fjármál kirkjugarðanna í landinu og vinna að gerð gjaldalíkans, sem mætti notast við í tengslum við skiptingu kirkjugarðsgjaldsins til garðanna. VII. Gjaldalíkan KGSÍ. KGSI skipaði í framhaldi af þessu vinnuhóp, sem vann síðan að gerð og útfærslu gjaldalíkans, og lauk því starfi í mars 2003, en þá gaf Kirkjugarðasamband Islands út skýrslu er ber heitið: Skýrsla um jjármál kirkjugarða. Er þar um ítarlega skýrslu að ræða, 94 bls. að lengd, þar sem gerð er grein fýrir störfum nefndarinnar, úttektar 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.