Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 100

Gerðir kirkjuþings - 2003, Síða 100
Lokaorð biskups íslands Forseti, kirkjuþing, það er komið að leiðarlokum, að þessu sinni. Flér hefur verið mikið unnið, af mikilli elju og áhuga og krafti og ég vil þakka það allt. Ég vil þakka ykkur sérstaklega, sem leggið á ykkur að þjóna kirkjunni með þessum hætti og gefið af ykkar dýrmæta tíma, kröftum og náðargáfu, menntun og fæmi, til að leiða kirkjuna okkar og marka henni braut. Guð launi það og blessi ykkur. Forseta, varaforsetum og starfsliði þingsins þakka ég allt samstarf og það sem að þið hafið lagt í té af svo mikilli ljúfinennsku og lipurð. Þetta Kirkjuþing er merkilegt, fyrir margra hluta sakir. Til dæmis, það, að því er að ljúka núna. Þetta er stysta kirkjuþing, sem haldið hefur verið, held ég, að undanskildu aukaþinginu sem var í ársbyrjun 1997, þegar kirkjulögin vom samþykkt. En þess verður ekki minnst vegna þess. Þess verður minnst vegna stefiiumótunarinnar, sem við vomm að samþykkja hér áðan og mörkuðum með lófataki. Það er mikilvægur áfangi. Hvers vegna er það mikilvægur áfangi? Hvað er svona merkilegt við það? Tíminn mun leiða það í ljós, en það er þessi vinna, sem að við emm að fara út í og höftun verið að stuðla að, hún er það, að kirkjan okkar er að horfast í augu við, að hún lifir í breyttu umhverfi, að hún er að mæta auknum og um margt örðugri kröfum, en löngum íyrr. Hún verður að styrkja sína sjálfsmynd og einingu, um megin atriði þjónustu sinnar og lífs og starfs. Hin Evangelísk Lúterska Þjóðkirkja á íslandi, er að væðast til að takast á við þá öflugu strauma í samfélaginu, sem vilja hinn kristna sið og kristnu gildi og trúarviðhorf út af sviðinu. Um þetta snýst það allt, sem við emm að gera og við munum það, hvað það er sem heldur Þjóðkirkjunni saman og markar eigind hennar. Það er ekki ákvæði í stjómarskrá og það era ekki lögin og reglumar og fjármálin, svo mikilvægt og nauðsynleg sem það allt er. Heldur hinn andlegi, eilífi vemleiki. Það er köllun og útsending Jesú Krists. Kristin kirkja verður til, sem svar við boði hans og laðan, iðkun hennar, bæn og trú, er andsvar við ávarpi Guðs í ffelsaranum Kristi. Starfsemin að fjármálum og stjómun og stefnumörkrm og reglusetningu, það á allt að stuðla að greiða því veg að köllun Krists, ávarp, orð og andi nái til fólks, þar sem það er á yettvangi dagsins og lífsins. Þjóðkirkjan, sem stofium, er umgjörð og verkfæri og líka tákn. Hún er áminning um, að fagnaðarerindi Jesú Krists á bandamann í hverju hjarta, að hin eilífa líkn og miskunn og náð hans stendur öllum til boða alls staðar og þessu viljum við ekki gleyma og við megum aldrei gleyma. Nú höldum við héðan heim til okkar starfa og skylduverka og köllunar á hinum víða akri Guðs kristni, að okkar margvíslegu köllunarverkum. Guð blessi þá heimkomu og þau verk og Guð blessi kirkjuna sína, að hún verði áfram farvegur anda hans og orðs og það súrdeig og salt og ljós í heiminum, sem Kristur ætlast til. 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.