Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Guðmundur Gunnarsson,
verkalýðsforingi og faðir Bjark-
ar Guðmundsdóttur, tekur
fullkom-
lega mál-
stað dóttur
sinnar á
bloggi sínu
og bendir á
að hún ferð-
ist jafnan
án lífvarðar.
Hann rifjar
upp þegar hún lenti í áreiti
ljósmyndara í Los Angeles
að honum ásjáandi. „Hann
ruddist inn á milli okkar, hrinti
okkur til hliðar og barni Bjark-
ar og krafðist að hún stillti
sér upp og hljóp á eftir henni
hvert skref. Oft þurftum við að
ýta honum til hliðar til þess að
komast áfram og á endanum
sögðum við honum að nú væri
nóg komið. Þá hrópaði hann
að þetta væri fjálst land og við
skyldum bara gæta okkar ann-
ars myndi hann kæra okkur
fyrir líkamsárás og skerðingu á
persónulegu frelsi."
■ Mál Arons Pálma Ágústs-
sonar komst aftur í hámæli við
ítrekaðar ásakanir saksókn-
arans Mikes Trent á hendur
honum. Trent birti ásakanirn-
ar af óljósum ástæðum und-
ir tveggja ára gamalli blogg-
færslu á
vefsíðunni
iceland-
weatherre-
port.com.
Þar sakaði
hann Aron
um alvar-
lega glæpi
sem engin
stoð hefur fundist fyrir. Færslu
Trents hefur nú verið eytt út
af vefsíðunni ásamt samhang-
andi umræðu, nokkuð sem
höfundur síðunnar líkir við
ormagryfju af því tilefni.
■ Kristinn Hrafnsson, þáver-
andi fréttastjóri á DV, ræddi
einmitt við sama Mike Trent
í greinaflokki sínum um mál
Arons Pálma í mars 2004. Þar
jós Trent sömu ásökunum yfir
Aron Pálma
og hann
gerði á dög-
unum. Ásak-
anirnar voru
því ekki
nýjar. Téð-
urTrent ku
vera ósáttur
við marga í
tengslum við málið, en hann
var til að mynda ávíttur fyrir að
reyna, framhjá dómskerfinu,
að fá yfirvöld unglingafangels-
anna í Texas til að flytja Aron í
fullorðinsfangelsi 17 ára. Fyrir
það fékk hann ávítur dómar-
ans Mary Craft.
■ Margir voru undrandi þegar
síminn valdi vefsíðuna já.is
undir sfmaskrána. Enn undar-
legra er að þegar slegið er inn
nei.is færist vafrinn yfir á já.is.
Rætt er um að þetta sé liður
í forvörnum Símaskrárinnar
gegn því að grínsíða verði sett
upp til höfuðs símaskránni.
Hins vegar mætti athuga að
kannski.is er enn laust.
LEIÐARI
t Saklaus uns sekt sannast
REYNIR TRAU5TAS0N RITSTJÓRI SKRIFAR.
Islendingar ákváðu að gcfa Aroni Pálma taikifeeri til þess að lifa cðlilegti lifi.
Undarlegar meldingar
hafa borist frá Texas um
aðAronPálmiÁgústsson
sé hættulegur íslending-
um. Saksóknarinn Mike Trent læt-
ur þau boð út ganga á bloggsíðu að
Aron Pálmi hefði átt að sitja í 40 ár
í fangelsi í stað þeirra 10 sem hann
hefur þegar setið inni fyrir kyn-
ferðisbrot sem hann framdi þegar
hann var 12 ára. Þótt engin dæmi
séu um annað en Aron Pálmi hafi
haldið sig innan ramma laganna
heldur saksóknarinn áffam að
lýsa honum sem stórhættulegum
glæpamanni. Ekki reist á öðrum
grunni en þeim að hann heldur að Aron Pálmi sé þannig inn-
rættur. Mike Trent virðist vera eins konar völva í Texas sem sér
fyrir óorðna hluti og krefst refsingar á þeim grunni. íslendingar
halda sig sem betur fer við þá grunnreglu að menn eru saklaus-
ir uns sekt þeirra sannast. Og þegar fólk er dæmt fyrir brot lýkur
málinu og allir eiga þess kost að fá uppreisn æru. Saksóknarinn
í Texas hafði með málssókn á hendur Aroni Pálma að gera. Og
hann fékk hann dæmdan í fang-
elsi. Þar með skyldi ætla að hlut-
verki hans sé lokið. En hann held-
ur áfram að vega að Aroni með
dylgjum um það sem kann að ger-
ast og segir að hann sé sekur um
fleira en hann var dæmdur fyrir.
Hann heldur sig við þá reglu villta
vestursins að skjóta fyrst en spyrja
svo. Vegna þess að engin teikn eru
uppi um annað en Aron Pálmi sé
saklaus eftir að afplánun lauk er
annað ófært en að hann stefni sak-
sóknaranum. Takist að sanna að
saksóknarinn fari með róg er eðli-
legt að hann fái dóm. Mike Trent er
maður á miðjum aldri og því fullkomlega ábyrgur orða sinna og
gjörða en Aron Pálmi var dæmdur í fangelsi fyrir það sem hann
gerði sem barn. Aðeins það eitt að saksóknarinn vill læsa Aron
inni í 40 ár segir allt um öfgar hans og hugsanlega réttarkerfisins
í Texas. íslendingar ákváðu að gefa Aroni Pálma tækifæri til þess
að lifa eðlilegu lífi. Á meðan hann rís undir því trausti er engin
leið að fallast á þá herferð sem Mike Trent stendur fyrir.
STRANDHOGG BJARKAR
SVARTHÖFÐI
Svarthöfði skilur vel hegðun
Bjarkar Guðmundsdóttur í
flughöfnum. Það er þekkt að Is-
lendingar eru sérstaklega viðkvæmir
fyrst eftir að þeir koma til útlanda.
Þeir fyllast eins konar útrásarfiðr-
ingi, ganga síðan berserksganginn
áður en þeir láta strandhöggið reiða
á innfæddum. Fyrir þessu er forn
hefð, sem líkast til á sér enn gene-
tíska stoð í þjóðinni. Það er í blóði
íslendinga að berja á innfæddum í
löndum þar sem þeir eru gestkom-
andi, sérstaklega fyrstu mínúturnar.
Auk þess em ís-
lendingar ekki
par hrifnir af
myndatökum. Meira
að segja hæstvirtur
forsetaframbjóðandi
Ástþór Magnússon
lætur ljósmyndarana
fara í sínar hárfínu en
nautsterku taugar. ítrek-
að hefur hann bmgðist við slíkri
allsherjarinnrás og hersetu gegn
einkalífinu með ofbeldi. Hann
hefur brotið myndavél, sprautað
tómatsósu á þær, slegið ljósmynd-
ara og tryllst á ýmsan hátt, líkt og
eðlilegt er þegar manns einkalíf
á á hættu að verða opinbert. Ekki
fór Ástþór í forsetaframboð til þess
eins að vera myndaður hér og þar.
Til þess eru móment; blaðamanna-
fundir, tímaritaviðtöl og slíkt, þannig
að frambjóðandinn hafi tök á að
sjæna sig til og sýna þjóðinni sitt
rétta andlit.
Eins er með greyið
Björk okkar. Ekki
brýndi hún raust
sína og galaði íðilfagran
söng yfir heimsbyggðina til
þess eins að vera ljósmynd-
uð og svipt þessum rétti sínum
til einkalífs. Hún hefúr farið í fjölda
tímaritaviðtala um allan heim til
þess að mála upp sína ímynd, og svo
kemur andfættur ljósmyndari vapp-
andi og byrjar að ljósmynda hana
óforvarandis. Eðlilega brást hún við
með því að stökkva á bak
hans og rífa skyrtu hans
í tvennt. Því miður náði
hún ekki að leggja hann
eins og sjónvarpskonuna
í Taílandi forðum, því hún
féll aftur íýrir sig áður en svo
mátti verða.
Björk vill bara fá að vera í friði.
En hýenur fjölmiðlanna
hundelta hana. Þegar hún
klæddist álftinni í Los Angeles og
verpti egginu friðsamlega í óskar-
sveislunni var hún ekki látin í friði
fýrir miskunnarlausri pressunni. Því
var sjónvarpað um heim allan. Þeg-
ar hún þakkaði fyrir Brit-verðlaunin
1998 með orðunum „I am grateful,
grapefruit" var því líka sjónvarpað
um allan heim. Hvers vegna hellist
athyglin yfir þá sem síst vænta?
Allt var þetta betra í gamla daga
þegar ríka fólkið var mál-
að upp á striga af gríðarlegri
natni þannig að hvert smáatriði var
rétt útfært. Ljósmyndir eru afturför,
því málverkin voru mun fallegri. Er
til of mikils mælst að ljósmyndarar
láti vera að mynda fólk nema það
komi út á besta mögulega hátt? Hver
græðir á því að myndir séu ekki tipp
topp?
Er ástæða fyrir
hæstvirta
dómara
landsins til að
taka af skar-
ið í þessu máli
ogbannaljós-
myndirafBjörká
alþjóðaflugvöllum, líkt
og bannað hefur verið að mynda
Bubba Morthens í bifreið? Eigum
við íslendingar að sameinast um
að fá þennan ljósmyndara, Glenn
Jeffrey, dæmdan fyrir brot á friðhelgi
einkalífsins? Björk getur orðið okkar
Múhammeð, sem ekki má mynd-
birta án þess að íslendingar tryllist
eins og íslamistar. EfNýja-Sjáland
hefði sendiráð myndi Svarthöfði
mögulega bera að því eld ef hann
fengi trylltan múg í lið með sér.
„Því miöur finnst mér umræða og
fordómar I garð útlendinga hafa aukist.
Ég hef miklar áhyggjur af því og tel aö
stjórnvöld hefðu þurft að vera mun
betur undirbúin áður en landið var
opnað. Þau horfu ekki nægjanlega til
þess hvaða afleiðingar það getur haft
og hefðum átt að læra af mistökum
annarra þjóða."
Ella Þóra Jónsdóttir,
32 ára félagsfræðingur
„Það hefur verið dálítið um glæpa og
fyrir vikið dálltiö um fordóma. Að mínu
mati er hins vegar ekki hægt að kasta
þeim yfir alla llnuna og dæma alla
útlendinga fyrir afglöp fárra. Þvl miður
hafa umræðan og fordómarnir aukist."
Hörður Jónsson,
42 ára húsasmiður
„Já, ég hef áhyggjur af því í Ijósi
nýjustu frétta."
Gísli Ragnarsson,
50 ára þýðandi
„Nei, alls ekki. Það er hins vegar of
mikið af útlendingum á fslandi og
þeim mætti fækka aðeins. Mér finnst
þeir hins vegar ekki hafa mætt
fordómum hér á landi."
Hafþór Sigtryggsson,
30 ára smiður
DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR
HERJR ÞIJ ÁHVCiCiJUR \I VAXANDI KYNÞÁlTAHATRI HÉR \ LANDI?