Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Side 4
Fréttír DV 4 MANUUDAGUR 21. JANÚAR 2008 FRÉTTIR Sigraði íHæstarétti „Þetta gekk loksins í gegn en þeir voru búnir að berjast mikið fyrir þessu," segir Sig- urður Pétur Hauksson sendibíl- stjóri. DV hefurfjallað um baráttu Sigurðar gegn ís- landsbanka, forvera Glitnis. Hann rak tölvuverslun á Akranesi en var úrskurðaður gjaldþrota árið 1992. Sigurður kærði gjaldþrotaúrskurðinn og lauk því máli þannig að gjald- þrotið var ólöglegt. Bankinn var í kjölfarið dæmdur til að greiða þrotabúi Sigurðar tilgreinda upphæð ásamt einni og hálfri milljón í málskosmað. Gerði fjár- námskröfu Sigurður gerði fjárnáms- kröfu vegna málskostnaðar í því máli. Glitnir taldi að krafa Sigurðar hefði verið greidd með skuldajöfnuði viðkröfúm sem Glitnir lýsti í þrota- bú Sigurðar. Bankinn taldi að þar sem Sig- urður hefði rekið dómsmálið á eigin kosmað, en til hagsbóta fyrir þrotabúið, bæri honum að greiða málskosmaðinn. Héraðsdómur hafði áður dæmt Sigurði í vil. Glitnir áfrýjaði til Hæstaréttar sem í síðustu viku staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Glitnir borgi málskostnaðinn. Dögg vann Kröfu Saga Capital á hend- ur fyrirtæki Daggar Pálsdóttur, Insolidum, var vísað frá Hér- aðsdómi Reykjavíkur á föstu- daginn. Fjárfestingarbankinn gerði þá léöfu að öllum hluta- bréfum í fyrirtækinu yrði breytt og Saga Capital fengi full yfirráð yfir því. Dögg fékk ásamt syni sínum rúman hálfan milljarð að láni til að fjárfesta í SPRON sfðasta sumar. Saga Capital gerði síðan veðkall í Insolidum í lok október en þá vildu þeir fá lánið greitt til baka. Dögg, sem er varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins, og sonur hennar, Páll Ágúst Ólafsson, hafa tapað 250 milljónum af lánsfé vegna kaupa í SPRON. LEIÐRÉTTING Vegna úttektar DV á árás- um frægra einstaklinga í helg- arblaði DV skal leiðrétt að Erpur Eyvindarson tónlistar- maður var ekki í aðalhiutverki þegar nokkrir ungir menn fleygðu bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Mál- ið fór fyrir dómstóla þar sem Erpur var dæmdur fyTir hlut- deild í verknaðinum en ekki sem gerandi. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Heitkona Bobby Fischers, Miyoko Watari, kemur til íslands í dag. Hún mun ákveða hvar hann verður jarðsunginn. Bobby lætur eftir sig tvö hundruð milljónir króna en ekki er ljóst hvort sjö ára dóttir hans fær peningana eða heitkona hans. FISCHER LÆTUR EFTIR SIC TVÖ HUNDRUÐ MILLJÓNIR VALUR GRETTISSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Hann á alltaf pening sem eru læstir inni á reikningi í Sviss," segir Einar S. Einarsson en í ágúst síðastliðnum átti hann þrjár milljónir dollara eða rétt tæpar tvö hundruð milljónir. Ekki er ljóst hver muni erfa peningana en Bobby var trúlofaður hinni japönsku Miyoko Watai. Einnig lætur Bobby eftir sig sjö ára dóttur sem hann eignaðist á Filippseyjum með hini rúmlega þrítugu Marilyn Young. Dóttir hans heitir Jinky Young samkvæmt Inquire.net. Bobby flutti frá Filippseyjum til Japans þar sem hann kynntist Miyoko. Hún hjúkraði honum á milli jóla og nýárs. En fór af landi brott 10. janúar. Hjúkrað á dánarbeði „Hún er mjög sorgmædd eins og gefur að skilja," segir Einar en von er á Myioko hingað til lands í dag. Þá fyrst verður hægt að ákvarða legstað Fischers. Myioko kom hingað til lands í desember eftir að Bobby var fyrst lagður inn á spítala vegna nýrnabilunar. Hún hjúkraði honum dag og nótt þar til 10. janúar. Þá leit út fyrir að Bobby myndi endurheimta heilsuna á ný. Aðeins sjö dögum síðar lést hann eftir að hafa neitað sér um nauðsynlega læknisaðstoð. Hann hefði getað farið í sérstaka nýrnameðferð og framlengt líf sitt þannig. Nokkrir erfingjar Aftur á móti er óvissa um lögmæta erfingja enda Bobby sérlundaður maður í lifandi lífi. Ekki náðist í Marylin Yong við vinnslu fréttarinnar en mögulegt er að dóttir Bobbys erfi einhvern hluta peninganna. Þá á Bobby systurbörn í Bandaríkjunum en sjálf systir hans er látin. Einnig er það líklegt að Myioko erfi þær tvö hundruð milljónir sem hann lætur eftir sig. Það er þó ekki ljóst hversu auðvelt er að komast í peninginn þar sem Bobby deildi harkalega við Union bank og Switzerland á sínum tíma. Ástæðan var sú að peningarnir voru millifærðir af reikningi hans þaðan í Landsbankann. Ekki er ljóst hvar peningarnir eru núna. Rómantík í Japan Áður en Bobby lést vildi hann giftast Myioko. f viðtali í National Post í Kanada var rætt við Myoko og sagðist hún þá vera peð sem vildi verða drottning. „Ég er peð, en í skák getur peðið breyst í drottningu," sagði Myioko sem þá vildi eiga stað í hjarta Bobbys. Hún sagði Bobby vera kóng og væri hún drottning gætu þau sigrað allt í veröldinni. Þau giftust hins vegar aldrei og svo virðist sem Myioko hafi farið af landi brott í þeirri trú að Bobby myndi lifa um ókomin ár. Því voru fregnirnar um andlát hans reiðarslag. Sá síðast American Gangster Þegar Bobby var að hressast fór hann í bíó með Myioko: „Síðasta kvikmyndin sem hann sá í bíói var „Síðasta kvikmynd- in sem hann sá í bíói var myndin, American Gangster." myndin, American Gangster," segir Einar en myndin, sem er leikstýrt af Ridley Scott, var frumsýnd um jólin. Uppi voru hugmyndir um að jarða Bobby á Þingvöllum en sjálfur segist Einar að hugmyndinni hafi verið kastað fram í hálfkæringi. Ekkert sé afráðið í þeim efnum. Miyoko mun kom til fslands í dag og kemur þá í ljós hver vilji hennar er. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að hann verði jarðsunginn í Japan þar sem hann var hrakinn frá landinu. MiyokoWatai Fischer lætur eftir sig um tvö hundruð milljónir en það er óljóst hver muni erfa peninginn. Reglugerð Geirs Haarde breytt í kjölfar dómsúrskurðar: Breyta ólöglegu reglunum Lagabreytingar í vændum Árni Mathiesen gerir ráð fyrir að breyta skattalögum í samræmi við dóm um tekjuskattsreglur. „Ég geri ráð fyrir að við gerum breyt- ingar í samræmi við dóminn," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra spurður um viðbrögð sín við þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða að fjármála- ráðuneytið hafi sett smábátasjómönn- um ólögmætar tekjuskattsreglur þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra setti reglumar árið 2002 en hann gegndi þá starfi fjármálaráðherra. Ámi hefur stuðst við þessar sömu reglur en nú má væntabreytinga. Hin ólögmæta regla snýr að einka- hlutafélögum smábátasjómanna og gerir eigendum þeirra skylt að reikna sér tekjur ekki lægri en 40 prósent af aflaverðmæti bátsins, óháð því hvort viðkomandi hafi fengið þær tekjur greiddareðaekki. Smábátaútgerðin Lovísa ehf. á Hólmavík höfðaði mál gegn íslenska ríkinu efdr að skattayfirvöld höfðu úr- skurðað að útgerðinni væri skylt að reikna eiganda fyrirtækisins hærra hlut- fall aflaverðmætis í laun en gert hafði verið. Fjármálaráðherra var stefnt fyrir hönd rftisins og fór dómurinn Lovísu ehf. íhag. í samtali við DV10. janúar sagði Már Jónsson, eigandi Lovísu ehf., aðgerðir þáverandi fjármálaráðherra svínslegar og fagnaði sigrinum. Gjömingur ráð- herra hefúr kostað Má stórfé og segir hann að án breytinga yrði reksturinn úti. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátasjómanna, vonar að Ámi láti úrskurðinn standa en er með- vitaður um að mögulega áfrýi hann til Hæstaréttar. Arthur segir dóminn þó mjög afgerandi og bendir á, máli sínu til stuðnings, að allur málskostnaður var felldur á rfldð. „Okkur hefur sviðið þetta lengi," segirhann. Forsvarsmenn landssambands- ins hafa þegar pantað tíma hjá Árna til að fara yfir málið í kjölfar dóms- ins og bíða aðeins eftir að heyra frá ráðuneytinu varðandi fundartíma. erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.