Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Sport DV EM í HANDBOLTA A-riðill: Slóvenía -Tékkland 34 -32 Króatía - Pólland 32 -27 Tékkland - Króatía 26 -30 Pólland - Slóvenía 33-27 Pólland -Tékkland 33-30 Króatía - Slóvenía 29 -24 Staðan Lið L U J T M St 1. Króatía 3 3 0 0 91:77 6 2. Pólland 3 2 0 1 93:89 4 3. Slóvenía 3 1 0 2 85:94 2 4. Tékkland 3 0 0 3 88:97 0 B-riðill Rússland - Svartfjallaland 25 -25 Danmörk-Noregur 26-27 Noregur- Rússland 32-21 Svartfjallaland - Danmörk 24-32 Danmörk - Rússland 31 -28 Noregur-Svartfjallaland 27-22 Staðan Lið L u J T M St I.Noregur 3 3 0 0 59:47 6 2. Danmörk 3 2 0 1 89:79 4 3. Svartfja. 3 0 1 1 49:57 1 4. Rússland 3 0 1 2 74:88 1 C-riðill Þýskaland - Hv.Rússland 34 -26 Spánn - Ungverjaland 28 -35 Ungverjaland - Þýskaland 24 -28 Hv.Rússland - Spánn 31 -36 Spánn - Þýskaland 30 -22 Ungverjal.- Hv.Rússland 31 -26 Staðan Lið L u J T M St I.Ungverjal. 3 2 0 1 90:82 4 2,Spánn 3 2 0 1 94:88 4 3.Þýskaland 3 2 0 1 84:80 4 4.Hv.Rússl. 3 0 0 3 83:101 0 D-riðill Frakkland - Slóvakía 32 -31 ísland - Svíþjóð 19 -24 Slóvakía - Island 22 -28 Svíþjóð - Frakkland 24 -28 Slovakía - Svíþjóð 25 -41 Frakkland - fsland 30 -21 Staðan Lið L U j T M St I.Frakkl. 3 3 0 0 90:76 6 2. Sviþjóð 3 2 0 1 89:72 4 3. ísland 3 1 0 2 68:76 2 4. Slóvakla 3 0 0 3 78:101 0 Milliriðill 1 Lið L U J T M St Króatía 0 0 0 0 0:0 4 Danmörk 0 0 0 0 0:0 4 Pólland 0 0 0 0 0:0 2 Noregur 0 0 0 0 0:0 2 Svartljalla. 0 0 0 0 0:0 0 Slóvenl'a 0 0 0 0 0:0 0 Milliriðill 2 Lið L U J T M St Frakkland 0 0 0 0 0:0 4 Svlþjóð 0 0 0 0 0:0 2 Þýskaland 0 0 0 0 0:0 2 Ungverjal. 0 0 0 0 0:0 2 Spánn 0 0 0 0 0:0 2 (sland 0 0 0 0 0:0 0 Næstu leikir Islands: 22.janúarlsland - Þýskaland 23.janúar(sland - Ungverjaland 24.janúar (sland -Spánn N1-DEILD KVENNA Stjarnan-HK 35-28 Fram-Grótta 25-19 Haukar-Fylki r 19-17 Staðan Liö L U j T M St 1. Fram 14 11 3 0 359:272 25 2. Valur 13 11 0 2 361:262 22 3. Stjarnan 13 9 1 3 330:257 19 4. Grótta 13 8 1 4 348:293 17 5. Haukar 13 7 2 4 355:301 16 6. Fylkir 13 4 0 9 263:310 8 7. FH 14 3 1 10 297:403 7 8. HK 14 2 2 10 340:400 6 9. Akureyri 13 0 0 13 229:384 0 Stórkostleg frammistaða íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik gegn Slóvökum skilaði lið- inu i milliriðil Evrópumótsins í handbolta. ísland þurfti annars að sæta tveimur stórum töpum gegn Frakklandi og Sviþjóð. ísland fer stigalaust i milliriðil þar sem það mætir Þýskalandi, Ungverjalandi og Spáni. HALFLEIKUR SKILAÐI ÍSLANDI í MILLIRIÐIL Leir í höndum Frakka ísland þurfti að leggja Frakkland í gær eða í það minnsta gera jafntefli ætlaði það sér að taka með sér stig inn í milliriðilinn. Þótt ísland hafi lagt Frakkland á síðasta stórmóti voru aðstæður þá allt öðruvísi og því bónin um að leggja Frakkland annað árið í röð ansi stór. Sú varð líka raunin því Frakkland var betra á öllum sviðum handboltans og landaði auðveldum níu marka sigri á íslandi, 30-21. Okkar menn voru aldrei nálægt því að hindra Frakkana í einu né neinu í leiknum. Sóknarleikurinn gekk gjör- samlega ekkert gegn gífurlega sterkri vörn Frakkanna og Omayer í franska markinu varði helming þeirra skota sem komu á marldð. Sóknarleikurinn gegn Frökkum og í öllum riðlinum var satt best að segja vandræðalegur. Þetta hraða spil sem ísland hefur sýnt undir stjórn Alfreðs Gíslasonar er hvergi sjá- anlegt og svo virðist sem auðveldara væri fyrir ísland að troða vörubfl inn á línuna til Róberts heldur en þessum litla bolta. Óárennilegur milliriðill Með íslandi, Frakklandi og Sví- þjóð í milliriðli tvö verða Ungverja- land, Spánn og Þýskaland. ísland í er verstu stöðunni af þessum liðum þar sem það er eina liðið sem fer án stiga inn í milliriðilinn. Frakkland er efst með fjögur stig og öll hin fjögur hafa tvö. Fyrsti leikur lslands í milli- riðlinum verður gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöldið. Það er leikur sem hreinlega verður að vinnast. Ætli liðið sér í undanúrslit þurfa helst allir leikirnir að vinnast en fyr- irfram er talið að ísland eigi minnsta Ekki lengra, vinur Einar Hólmgeirsson stöðvar Daniel Narcisse á punktinum. Heiner bíður Heiner Brand og hans strákar í þýska liðinu mæta fslandi í milliriðli. mögulega í Spánverja. Ætli ísland sér því að spila allavega um fimmta sætið þurfa að vinnast sigrar á Þýskalandi og Ungverjalandi. Bæði verkefni gerleg, sérstaklega Ung- verjaleikurinn, þótt Ungverjar hafi verið duglegir að stríða okkur í gegn- um tíðina. Eitt er víst að fsland mun ekki vinna einn leik af þessum þremur lagist sóknarleikurinn ekki snarlega. Það er ekki einu sinni hægt að horfa til hálfleiksins frábæra gegn Slóvök- um til að leika eftir því þar var sókn- arleikurinn ekki einu sinni góður. Vörnin þarf að vera eins og í þeim hálfleik, sama með markvörsluna og sóknarleikurinn þarf að vera í lík- ingu við það sem hann var á heims- meistaramótinu í fyrra ætli ísland sér að eiga séns í þennan milliriðil. fsland komst í milliriðil á Evrópu- mótinu í handbolta með því að spila einn góðan hálfleik í riðlakeppninni. Eftir hrikalegan skell í fyrsta leik gegn Svíum svöruðu strákarnir kall- inu í næsta leik gegn Slóvökum þar sem ótrúlegur fyrri hálfleikur skilaði liðinu í milliriðlana. í lokaleikriðils- ins þurfti fsland að sæta öðru stór- tapi, nú gegn Frökkum, og fer ísland því með ekkert stig inn í milliriðil- inn. Ólafur Stefánsson meiddist eft- ir fyrsta leikinn og lék ekki seinni tvo leikina í riðlinum. Hrikaleg byrjun Spenningurinn fyrir fyrsta leik fslands gegn Svíum var mikill eins og vaninn er hjá landanum fyrir fyrsta leik á stórmótum. Sá spenn- ingur skilaði sér inn á völlinn til allt of yfirspenntra leikmanna íslenska liðsins sem gekk ekkert áleiðis. Eftir brösuga byrjun beggja liða var það gamli jálkurinn, Tomas Svensson í markinu, sem reyndist fslendingum enn einu sinni erfiður. Hann fékkþó góða hjálp frá íslenska liðinu sem valdi að skjóta í öll þau horn sem Svensson bauð þeim upp á og varði svo auðveldlega hvort sem það voru langskot eða dauðafæri. Sóknarleikurinn sem á að vera aðalsmerki íslenska liðsins var engan veginn til staðar, saga sem átti eftir að endurtaka sig í riðlinum. Sænska vörnin þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum gegn afar hægri íslenskri sókn. Strákarnir okkar lentu alltaf í því að taka ótímabær skot sem Svensson varði auðveldlega og forysta Svíanna jókst jafnt og þétt. Seinni hálfleikurinn var svo bara grín þar sem leikur íslenska liðsins stöðvaðist á löngum kafla. Svíar náðu mest tíu marka forystu en fsland náði að skora fimm af sex síðustu mörkunum og breyta úrslitunum í 24-19 tap í staðinn fyrir niðurlægingu. Hálfleikurinn góði Slóvökum var hreinlega vorkunn að þurfa að mæta fslandi í öðrum leik því strákarnir komu gj örsamlega trylltir í þann leik. Eftir að Slóv- akar jöfnuðu leikinn í 2-2 í upphafi leiks tók fsland öll völd og bauð upp á síðbúna flugeldasýningu í Spektrum-höllinni í Þrándheimi. Vörnin var hreint mögnuð og hvert hraðaupphlaupið af öðru leit dagsins Ijós. Virkilega vel útfærð hraðaupphlaup sem skiluðu Si auðveldum mörkum. Hreiðar Guðmundsson lék besta hálfleik ævi sinnar og varði yfir sjötíu prósent þeirra skota sem komu á markið og fsland leiddi í hálfleik, 16-5, ótrúlegar tölur. fsland slakaði á klónni í seinni hálfleik og þá mun meira en þörf var á. Slóvakar skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik á ísland sem lék mun verri vörn en í fýrri hálfleik og þá var markvarðarblaðran sprungin. Á endanum var sex marka sigur staðreynd, 28-22, en sóknarleikurinn frægi var þó hvergi sjáanlegur. Þegar fsland stillti upp í sókn og reyndi að setja upp í kerfi var leikur þess enn mjög hægur og ómarkviss. Nokkuð sem boðaði ekki gott fyrir leikinn sem eftir var, gegn Evrópumeisturum Frakka. Farðu frá Franska varnartröll- ið Dider Dinart liggur (gólfinu eftir Róbert Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.