Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Fréttir DV Clinton og McCain sigruðu Hillary Clinton og John McCain stóðu uppi sem sigurvegarar eftir forval í Suður-Karólínu og Nevada. Enn er þó mjótt á munum á milli demókratanna Hillary Clinton og Baracks Obama, helsta keppinautar hennar, en sex prósent skildu þau að í Nevada, Hillary með fimmtíu og eitt prósent og Obama með fjörutíu og fimm. John McCain lagði Mike Huckabee í slag repúblikana í Suður- Karólínu með þrjátíu og þrjú prósent gegn þrjátíu prósentum Huckabee. Eftir forval í Nevada stóð repúblikaninn Mitt Romney uppi með pálmann í höndunum og bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína með fimmtíu og eitt prósent atvæða. I w Oprah í úfnum sjó Ein skærasta sjónvarps- stjarna Bandaríkjanna, Oprah Winfrey, þarf nú að súpa seyðið af yfirlýstum stuðningi sínum við forsetaframbjóðandann Barack Obama. Fjöldi kvenkyns aðdáenda Oprah segir hana svikara vegna þess að hún styður ekki Hillary Clinton í baráttunni um embætti for- seta Bandaríkjanna. Vefsíða sjónvarpsdrottningarinnar hefur verið kaffærð af mót- mælabréfum síðan Oprah sást í félagsskap Baracks í Iowa, New Hampshire og Suður-Karólínu í desember. Hún hefur ekki verið áberandi í stuðningi við Barack upp á síðkastið. Fyrrverandi heimsmeistari í skák, Bobby Fischer, andaöist 18. janúar. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn litríkasti og umdeildasti og jafnframt mesti skáksnillingur samtímans. Hann kom Bandaríkjunum á kortið í skákheiminum um 1970 en Sovétríkin höfðu haft óskoraða yfirburði á þeim vettvangi. Skáksnillingurinn Bobby Fischer safn- aðist til feðra sinna á föstudaginn. Bobby Fischer komst í kastíjós fjöl- miðla svo um munaði árið 1972 þeg- ar heimsmeistaraeinvígið í skák fór fram í Reykjavík. Það fór ekki fram hjá neinum á þeim tíma að þar fór enginn venjulegur maður og fylgdist heims- pressan náið með bardaga Fischers og Boris Spassky, sem var afsprengi sov- ésku skákmaskínunnar og hafði þeg- ar þar var komið sögu ekki tapað fyrir Fischer. En þar var á ferðinni annað og meira en skákeinvígi og margir þeirr- ar skoðunar að þarna hafi kalda stríðið birst í hnotskurn; þama mættust full- trúar austurs og vesturs, kapítalisma og sósíalisma, frelsis og fjötta. Sovét- rfldn höfðu til þess tíma haft óskoraða yfirburði í skákheiminum, enda skák- íþróttin nátengd stjómmálum í Sovét- ríkjunum. Vildi bara tefia Bobby Fischer varð stórmeistari um fimmtán ára aldur. Skákáhugi hans var slíkur að móðir hans fór með hann til sálfræðings, en það var enginn efi í huga Fischers hins unga, hann vildi bara tefla. Fyrir einvígið 1972 hafði Fischer tvö undanfarin ár lagt að velli tuttugu stórmeistara og skyndilega voru Bandarfldn ekki lengur utanveltu í skákheiminum. Einvígið í Reykjavík var reyfara lík- ast og hafði Bobby Fischer nánast allt á homum sér. Hann kvartaði yfir lýs- ingunni, stólnum, taflborðinu. Hann tapaði fyrstu viðureigninni og gaf ffá sér aðra viðureignina til að mótmæla ofannefndum atriðum. Spassky féllst þá á að viðureignin yrði flutt í annað herbergi og tapaði næstu skákum. Það fannst sovéskum embættismönnum grunsamlegt og grunuðu bandaríska njósnara um græsku. Til að kanna hvort eitrað hefði verið fyrir Spassky var appelsínusafi sem honum hafði verið veittur sendur til rannsóknar. Reynt var að kalla Spassky heim til að forðast ffekari hneisu, en hann neitaði að verða við þeirri kröfu og þegar upp var staðið hampaði Bobby Fischer heimsmeistaratitlinum. Sérvitur eða leiðinlegur Ósjaldan hefur verið sagt um Bobby Fischer í fjölmjðlum að hann væri sérvitur. „Þeir nota ítrekað orðið sérvitur, sérvitur, sérvitur, skrýt- inn. Ég er leiðinlegur. Ég er leiðin- legur!" sagði Bobby Fischer um þá persónulýsingu. Hvort sem hann var sérvitur eða leiðinlegur í huga fólks er óumdeilanlegt að hann var umdeildur. Hann lá ekld á skoðunum sínum gagnvart gyðingum og afheitaði helförinni, sem mörgum fannst skjóta skökku við þar sem ekki er loku fyrir það skotið að hann hafi verið af gyðingaættum. BobbyFischermisstiheimsmeistara- titillinn þegar hann neitaði að verja hann í einvígi við Sovétmanninn Anatofy Karpov árið 1975. Þegar hann heyrði tíðindin af árásunum á tvíburatumana lýsti hann því yfir að það væru „dásamlegar fréttir" enda fyrir margt löngu dottinn út af sakramenti stjómvalda í heimalandi sínu. Það gerðist þegar hann, í bága við alþjóðlegar efriahagsþvinganir gegn Júgóslavíu, tefldi við Spassky þar í landi. Hvarf af sjónarsviðinu f kjölfar einvígisins árið 1992 hvarf Fischer af sjónarsviðinu og síðar kom í ljós að hann hafði til nokkurra ára alið manninn í Japan. Bobby Fischer fékk Bobby Fischer í september 1972, á hátindi frægðar sinnar. íslenskan ríkisborgararétt árið 2005, en hafði þá verið í varðhaldi um nokkurra mánaða skeið í Japan. Bobby Fischer var sextíu og fjögurra ára er hann lést og þrátt fyrir skiptar skoðanir fólks er engum blöðum um það að fletta að með andláti hans er horfinn einn mesti skáksnillingur samtímans, maðurinn sem bar ábyrgð á því að skákíþróttin komst í tísku og var jafnvel talin kynþokkafull íþrótt Fimmtán ára unglingur í haldi vegna morðsins á Benazir Bhutto: Framburði hans tekið með fyrirvara Pakistanska lögreglan sagði í gær að hún hefði handtekið fimmtán ára ungling og hefði sá viðurkennt aðild sína að morðinu á Benazir Bhutto í lok síðasta árs. Unglingurinn er sá fyrsti sem handtekinn er vegna morðsins. Að sögn lögreglunnar sagði drengurinn að hann hefði verið hluti af varaliði sem átti að ráðast til atíögu við Benazir ef tilræðið gegn henni hefði misheppnast. Pakistönsk dagblöð segja að rannsóknarlögreglan fari varlega í að trúa fullyrðingum drengsins, en hann var handtekinn við norð- vesturlandamæri Pakistans. Dreng- urinn nefndi þekktan foringja uppreisnarmanna, BaitullahMehsud, sem forsprakka tilræðismannanna. Neitar sök Stjómvöld í Pakistan hafa sjálf sakað Baitullah Mehsud um aðild að morðinu, en hann hefur hafnað þeim ásökunum. Bandaríska leyniþjón- ustan, CLA, hefur einnig sagt Baitullah Mehsud flæktan í tilræðið. Baitullah Mehsud er hlynntur Talebönum og hefur sagt að það sé í raun skylda hvers múslíma að berjast heilögu stríði gegn heiðingjum Bretlands og Bandaríkjanna, að slíkt stríð væri eina leiðin til friðar í heiminum. Stjórnvöld í landinu reyna nú að fá staðfestingu á fr amburði unglingsins, sem ekki hefur verið nefndur á nafn, hjá öðmm varðhaldsfanga svo hægt sé að sannreyna trúverðugleika fr ásagnar hans. Fulltrúar frá bresku rannsóknar- lögreglunni Scotland Yard eru pakistönskum yfirvöldum innan handar við rannsókn morðsins á Benazir Bhutto. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is ö BETUSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.