Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 7 Sakborningar í Pólstjörnumáli notuðu tækifærið þegar mál þeirra var þingfest í héraðsdómi og skiptust á gamanmálum. Greiðlegar játningar virtust koma saksóknara á óvart og færri vitni þarf að kalla til vegna þessa. Fíkniefnin sem fundust í skútu á Fáskrúðsfirði voru blaut við komuna. Þau hafa rýrnað og fóru verjendur fram á að efnin yrðu vigtuð á nýjan leik. SAKBORNINGAR GLOTTUVIÐTÖNN * f ‘ík Ákærur á sexmenningana í Pól- stjörnumálinu svokallaða voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur áföstudagsmorgun. Sakborningarnir, þeir Einar Jökull Einarsson, Bjarni Hrafnkelsson,AIvarÓskarsson,Arnar Gústafsson, GuðbjarniTraustason og Marínó Einar Arnason, sátu hlið við hlið við vegginn á bak við verjendur sína í dómsal á meðan ákærur voru lesnar upp. Mennirnir hvísluðu sín á milli þegar færi gafst og glottu við tönn á meðan Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari las upp ákæruliðina. Flestir játuðu mennirnir greiðlega, allir þó með fyrirvara um magn efr>- anna. í þeim var raki og telja verjend- ur að þau eigi eftir að rýrna. Farið var fram á endurvigtun og taldi dómari það eðlilegt. Vel skipulagðir Það er Einar Jökull Einarsson sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt innflutning á 23,5 kílóum af amfet- amíni, 13,9 kílóum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum. Hann er sagður hafa sagt hinum mönnunum fyrir verk- um, allt frá því að efnin voru keypt, þau sett um borð í seglskútu í Hanst- holm í Danmörku og þeim síðan siglt til Fáskrúðsfjarðar. Einn verjenda mannanna segir þá hafa verið vel skipulagða í allri að- gerðinni. Þeir hafi nánast aldrei rætt saman í síma og látið sér nægja að hittast aðeins á opinberum stöðum, í mannfjölda, þannig að lítið bæri á. Óvæntar játningar Svo virtist sem ákæruvaldið hafi ekki átt von á því að mennirnir ját- uðu sakir svo greiðlega. Saksóknari hafði þegar lagt fyrir dómara lista með nöfnum vitna sem áætlað er að kalla fyrir dóminn. Þegar játningar höfðu verið skráðar spurði Guðjón Marteinsson Kolbrúnu Sævarsdótt- ur saksóknara hvort virkilega væri þörf á því að hlýða á öll vitnin á list- anum. „Ég býst við því að þess gerist ekki þörf," svaraði Kolbrún. Að minnsta kosti tvö vitnanna eru búsett í Kaup- mannahöfn og dómarinn virtist líta svo á að það myndi aðeins tefja fyr- ir niðurstöðu í málinu að fá þau til þess að gefa skýrslu á íslandi. Pólstjarnan Lögreglurannsóknin, sem hlaut nafnið Pólstjarna, var umfangsmik- il, teygði anga sína vítt um Evrópu og stóð í nokkra mánuði. Mikil leynd hvíldi yfir aðgerðinni og það var ekki fyrr en í dagrenningu 20. september, þegar fjölmennt lið sérsveitarmanna og Landhelgisgæslu lagði hald á fíkniefnin og handtók þrjá menn á Fáskrúðsfirði, að fregnir bárust af málinu. Meðferð málsins heldur áfram í dómsal 31. janúar næstkomandi. SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON I blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Aftur í járnin Áður en sakborningar komu úr dómsal á föstudag voru þeir járnaðir í bak og fyrir og þeim gefinn kostur á að hylja andlit sín. Með gögnin Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari yfirgefur dómsal (sama mund og einn sakborninganna. Faðir Helga Rafns er ósáttur með framgang rannsóknarinnar: Lúkasarmálið enn á frumstigi Mikið álag Helgi Rafn Brynjarsson varð fyrir miklu aðkasti vegna meints morðs á sprelllifandi hundi. hann. Rannsókn á kærum í Lúkasar- málinu er enn á frumstigi þrátt fyrir að hálft ár sé frá því að kærur voru lagðar ffam. Helgi Rafn Brynjarsson kærði þá hundrað einstaldinga fyr- ir ærumeiðingar í kjölfar frétta þess efnis að hann hefði drepið hundinn Lúkas á Akureyri í júní í sumar. f kjöl- farið missti Helgi æruna á einni nóttu og varð fyrir miklum svívirðingum á netinu. Lúkas reyndist hins vegar sprelllifandi og fannst skömmu síðar rétt fyrir utan Akureyrarbæ. Málið var fyrst sent sýslumanninum á Akureyri til rannsóloiar sem sendi það aftur til Reykjavíkur. Fyrir jól var málið hins vegar aftur sent til Akureyrar til rann- sóknar og hefur það orðið til þess að rannsókn málsins hefur tafist. Brynjar Eymundsson, faðir Helga Rafns, segir að þeir feðgar séu ekki sáttir með hvað rannsókn málsins tek- ur langan tíma. Að öðru leyti viU hann ekld tjá sig mikið um málið þar sem enn er verið að rannsaka það. „Við erum alls ekki sáttir við það ef málið er enn á frumstigi," segir Brynjar. Sýslumaðurinn á Akureyri, Bjöm Jósef Amviðarson, segir að málið sé í frumvinnslu og enginn hafi ver- ið ákærður. „Þetta er óhemju mik- ill fjöldi einstaklinga sem viðkoma þessu máli," segir hann. Bjöm segir að stór lrluti þessara kæra sé æm- meiðingar sem þýðir að Helgi verði Hundurinn Lúkas Rannsókn á kærum Helga Rafns er enn á frumstigi. Faðir hans er ósáttur með hversu langan tíma rannsóknin tekur. að sækja málið sjálfur. Munurinn á einkamálum og opinberum mál- um er sá að í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að rfldð sé í hlutverki sækjanda. „Þetta em ein- staklingar úti um allar jarðir þannig að við emm að tína þetta til" segir Erlendur Þór Gunnarsson, lögmað- ur Helga Rafns, segist ekki vita hvem- ig rannsókninni miði. Hann segir að ef satt reynist að hún sé enn á frumstigi sé það mun lengri tími en hann bjóst við að hún tæki. einar@dv.is Minnistöflur www.birkiaska.is ### Wendel Tangamöfða i ; IIOReykjavík i Sími: 551 5464 i www.wendel.is J Umboðs- og söluaðiLi Birkiaska ehf. sími: 551 9239 d FOSFOSER MEMORY TÆKI TIL VERKLEGRA FRAMKVÆMDA SNJÓTENNUR OG DREIFARAR FYRIR VÖRUBÍLA OG HJÓLASKÓFLUR Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.