Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 27
DV Bió MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 27, Veitinga- og skemmtistaðurinn Brons var opnaður fyrir jól. Hann er í Pósthússtræti þar sem Kaffibrennslan var áður og er rekinn af sömu aðilum og halda úti Gullsalnum á Hótel Borg og veitingastaðnum Silfur. Kokkteilkvöld Brons mun bjóða upp á ýmis þemakvöld þar sem tilboð verða og vandað til við gerð drykkja. ■ . f j ‘1 ... u. sák £ H it 7 „Við opnuðum rétt fyrir jól," seg- ir Davíð Sigurðarson, markaðsstjóri veitinga- og skemmtistaðarins Brons í Pósthússtræti. Brons var áður Kaffi- brennslan en hefur nú fengið nýtt út- lit og nýjar áherslur. „Til að byrja með létum við lítið fyrir okkur fara svona á meðan við vorum aðeins að finna okkur en erum núna komin á fullt," en Brons er rekinn af sömu aðilum og reka Gullsalinn á Hótel Borg og veitingastaðinn Silfur sem var opn- aður árið 2007. „Þetta var Gull og Silfur og það vantaði bara Brons. Nú er það komið." Fundirí hádeginu og partí á kvöldin Davíð segir að Brons sé ekki þessi hefðbundni skemmtistaður. „Þótt það sé góð stemning hjá okkur og plötusnúðar erum við ekki þessi hefðbundni skemmtistaður með dansgólíi. Hérna getur fólk komið og fengið sér að borða í góðu yfirlæti og svo þegar líður á kvöldið spila plöt- unsúðarnir okkar hressandi tónlist og fólk getur fengið sér drykki og haft gaman," en Davíð lýsir stemningunni meira sem upphitun fýrir djammið. „Fólk getur líka komið hingað í hádeginu og haldið fundi, vinnu- tengda eða annars eðlis, og borðað góðan mat í leiðinni," en Davíð seg- ir matinn á viðráðanlegu verði. „Við erum ekki með dýran mat heldur bara mjög góðan og síðan er þjón- ustan fýrsta flokks." Ódýr kokkteilkvöld Það erýmislegt á döfinni hjá Brons á næstunni en til dæmis um helgina Davíð Sigurðarson, markaðsstjóri Brons Segirstaðinn fullkomna þrenninguna Gull, Silfur og Brons. Með honum á myndinni, hægra megin er Aðalsteinn Sigurðsson, starfsmaður Brons. sem leið skemmtu Maggi Legó, fýrr- verandi meðlimur Gus Gus, og Sammi úr Jagúar gestum. „Næsta föstudags- kvöld verðum við með kokkteilkvöld," en Davíð segir færa barþjóna stað- arins vanda til verks. „Yfirleitt þegar þú kaupir þér kokkteil á djamminu er þessu bara hent í hristara og hellt í glas. Síðan eru kokkteilamir dýrir í þokkabót. Við vöndum til verks og blöndum kokkteila í öllum regnbog- ans litum eins og á að blanda þá," en einnig verður tilboðsverð á kokkteil- unum. „Yfirleitt borgarðu ffá 1.400 til jafnvel 1.600 krónur fýrir kokkteil en við verðum með tveir fyrir einn eða jafnvel stykkið á 900 krónur." Davíð tekur einnig fram að búið sé að breyta staðnum mikið. „Þetta er allt annað. Við erum búin að lappa mikið upp á hann og erum til dæm- is með glæný húsgögn og svo fjárfest- um við í glæsilegri lýsingu," segir Dav- íð að lokum og hvetur fólk til að kíkja á stemninguna á Brons. asgeir@dv.is Gamla Kaffibrennslan Brons er þar sem Kaffibrennslan var áður í Pósthússtræti Idol-dómarinn Paula Abdul mun syngja á Super Bowl-keppninni í ár: SYNGUR Á SUPER BOWL Paula Abdul, söngkona og dóm- ari í American Idol, hefur ver- ið fengin til að syngja á amerísku ruðningskeppninni Super Bowl í ár. Dómarinn kemur til með að flytja lag samið af öðrum dómara í keppninni, sjáifum Randy Jack- son, en keppnin fer fram 3. febrú- ar næstkomandi í Arizona í Texas. Það er enn ekki á hreinu hvort hún mun syngja fyrir leikinn eða í hléi en orðið á götunni er að hún muni flytja splunkunýtt lag sem er fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni hans Randys og þau muni syngja saman dúett. Super Bowl-leLkurinn mun verða með sannkölluðu American Idol-yfirbragði í ár því auk þess að Paula Abdul ætíi að syngja, mun síðastí sigurvegari keppninnar, Jordin Sparks, syngja þjóðsönginn áður en flautað er til leiks. Kynnir American Idol, Ryan Seacrest, mun svo vera kynnir keppninnar. Sögur herma hins vegar að æf- ingar hjá Paulu gangi ekki nógu vel en heimildarmaður sagði í Paula Abdul Var fræg söngkona á niunda áratugnum. viðtali við slúðursíðuna tmz.com: „Þetta verður algjör hryllingur. Það er alveg hræðileg hugmynd að fá Paulu til að syngja. Hún er nú þegar orðin raddlaus eft- ir æfingar svo hún á bara eftir að mæma á sjálfri keppninni." Hingað til hafa margir þekktir stórsöngvarar komið fram á Sup- erbowl-keppninni en þeirra á meðal má nefna Rolling Stones, Justin Timberlake, Janet Jackson og Paul McCartney. Leikur Mark Wahlberg kemur til meö að leika aðalhlutverkið og Peter Berg num leikstýra kviktnynd um aljijóðlega dópdílerinn Jon Roberts. Myndin hefur enn ekki hlotið titil en heimildarmyndin Cocaine Cowboys sagði sömu sögu. Hftiraö hafa starfaö sem hermaður íVíetnam hélt Jon Roberts til Miami á seinni hluta áttunda áratugarins og geröist kókaíninnflytjandi sem gerði hann aö milljaröamæringi. 1 landritshöf- undurveröur fundinn um leiö og verkfallið í 1 lollywood leysist. og frestað l’ramleiðendut' Brendan Fraser- fjölskyldutnyndarinnar InkJieart hal’a frestað frumsýningu myndarinnar þar til í janúar á næsta ári. Vinna viö myndina liól’st í lok ársins 2006 og átti upphaflega aö sýna Jiana síðasta haust. Því næst var henni frestað til mars 2008 en þaö nýjasta er aö Inkheart verói sýnd á næsta ári. Astæöan er sögð markaóssetningar- legs eðlis en Brendan leikur í tveimur öörum fjölskyldumyndum sem frumsýndar verða með mánaðar millibili. 95 mllljónir Rapparanum DMX Jiefur veriö gerl aö greiöa tæpar 0.r> milljónir kóna í skaðbætur eltir tiö Jiafa tapaö meiðyröamáli. DMX, sem heitir réttu nal’ni Real Simmins, mætti ekki lyrir rétt |)cgar dæmt var í máliini en barnsmóðir lians, Monique VVayne, kæröi rapparann fyrir meiöyröi. Ummælin lét DMX falla i blaóaviðtali áriö 2006 þegar DMX sagöi aö Moniquc liel'öi nauögað sér á hótelherbergi áriö 20(KJ sem varð til jiess aö luin varö ólétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.